„Hvort að ég sé rétti maðurinn er annarra að ákveða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2023 17:00 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega niðurlútur eftir 3-0 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals í sólinni á Selfossi í dag. „Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
„Það er bara mjög þungt yfir okkur og þetta var náttúrulega ekki það sem við ætluðum okkur,“ sagði Björn að leik loknum. „Við erum búin að vera að reyna að einfalda hlutina og reyna að þétta raðirnar og læra að vinna í lægri blokkum, en við erum bara ótrúlega brothætt sem lið. Það má lítið út af bregða til þess að við missum trúna á því sem við erum að gera.“ „Þessi pása sem er framundan er kærkomin. Auðvitað hefði verið betra að fara inn í hana með stig eða þrjú, en við þurfum virkilega að skoða innri mótiveringu hvers og eins í því sem við erum að gera. Mér finnst eins og þessi leikur sé ekkert að öllu leyti ömurlegur hjá okkur, en það er bara ákveðin uppgjöf í ákveðnum stöðum og það er bara eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur.“ Selfyssingum tókst að halda Íslandsmeisturum Vals í skefjum í tæpar tuttugu mínútur í dag, en fengu þá á sig tvö mörk með mjög stuttu millibili. „Eins og ég segi þá erum við brothætt og þegar við fáum fyrsta markið á okkur þá kemur ákveðið panikk í það sem við erum að gera finnst mér. Þetta er alveg ótrúlega klaufalegt annað markið og það eiginlega drepur þennan leik.“ „Þriðja markið, þá finnst mér minn leikmaður vera að hreinsa boltann og það er hlaupið inn í hana. Boltinn fer út úr teignum í hreinsuninni og ég veit ekki hvort þetta sé brot eða ekki en dómarinn tekur þessa ákvörðun. En það hefur ekki nein úrslitaáhrif á þennan leik, en það er strax skárra að vera 2-0 undir heldur en 3-0 til að reyna að elta eitthvað. Það klárar þennan leik algjörlega.“ Þá segir Björn að það sé ansi margt sem hann og hans lið þarf að skoða og bæta í pásunni sem framundan er til að snúa genginu við. „Það er ýmislegt. Við þurfum fyrst og fremst að geta varið markið okkar betur en við höfum gert og það á bæði við í opnum leik og föstum leikatriðum. Við höfum verið klaufar í föstum leikatriðum á þessu tímabili á meðan við fengum bara hreinlega engin mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrra þannig þetta er stór afturför hvað það varðar.“ „Í opnum leik erum við svo bara að opna okkur of auðveldlega og það vantar bara svolítið upp á vinnusemina inni á miðju vallarins. Það þarf að hlaupa og styrkja sig og vera tilbúinn að berjast fyrir félagana og fyrir liðið sitt.“ Nú þegar tuttugu daga pása er framundan situr Selfoss á botni deildarinnar með aðeins sjö stig eftir tólf umferðir. Einhverjir hafa velt fyrir sér stöðu Björns og hvort breytingar séu í vændum hjá Selfyssingum, en sjálfur segist hann hugsa sem minnst um það hvort hann sé öruggur í starfi. „Ég pæli sem minnst í því. Ég er bara að reyna að laga það sem þarf að laga í mínu liði og það er bara einhver annar sem þarf að svara fyrir það.“ „Það væri ekkert óeðlilegt að íhuga það í ljósi þess hvernig þetta er búið að þróast hjá okkur frá síðasta ári, en það eru hins vegar margir þættir sem spila inn í. Það má ekki gleyma því að við missum út fjóra leiðtoga í útlendingunum sem við vorum með í fyrra. Við missum Mögdu og Önnu Maríu út úr liðinu sem voru miklir leiðtogar líka og svo í kjölfarið tökum við inn þrjá útlendinga og tvær af þeim hverfa á braut. Þetta eru áföll sem við höfum ekki náð að vinna okkur almennilega út úr og það þarf að búa til meiri frekjuskap og leiðtoga í þessum stelpum sem eru hérna fyrir. Það er bara eitthvað sem þarf að gerast.“ „Hvort að ég sé rétti maðurinn í það er bara annarra að ákveða. En ég veit að okkur í þessu liði líður vel saman þó svo að leikdagarnir séu ekki alltaf þeir bestu eftir leiki. Við komum alltaf vel mótiveruð inn í þetta og æfingavikurnar eru bara yfirleitt mjög góðar og mjög góður andi í hópnum hjá okkur.“ „Ég held að þessi pása verði mikilvæg fyrir okkur. Við tökum okkur vikufrí núna og svo tökum við tvær vikur á fullu og mætum fersk til leiks eftir hana,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Valur 0-3 | Meistararnir fóru illa með botnliðið Íslandsmeistarar Vals unnu afar öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í 12. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 9. júlí 2023 15:54
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti