Brad Pitt tók upp atriði í kvikmynd á formúlukeppninni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 17:01 Brad Pitt í fullum skrúða í upptökunum á Silverstone um helgina. AP/Christian Bruna Það var nóg að gerast á Silverstone kappakstursbrautinni um helgina og þá erum við ekki bara að tala um breska formúlu eitt kappaksturinn sem ávallt fær sviðsljósið. Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira