Enski boltinn

Engin auglýsing á nýja Chelsea búningnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling í nýja keppnisbúningnum.
Raheem Sterling í nýja keppnisbúningnum. Chelsea FC

Ensku úrvalsdeildarfélögin keppast nú við að frumsýna keppnisbúninga sína fyrir næsta tímabil. Eitt liðanna sker sig svolítið úr en það er Chelsea.

Chelsea er vissulega búið að frumsýna nýjan búning en það vekur athygli að hann er ekki með auglýsingu að fram.

Samningur Cheslea og símafyrirtækisins Three rann út eftir síðasta tímabil og var ekki endurnýjaður.

Enska úrvalsdeildin lokaði á samning Chelsea við streymisveituna Paramount+ af ótta við ónægju rétthafa.

Chelsea hafnaði líka möguleikanum á að semja við veðmálafyrirtæki.

Chelsea segir að nýja treyjan fari í sölu á heimasíðu félagsins 16. ágúst eða þremur dögum eftir fyrsta leikinn sem er á móti Liverpool. Það fer síðan í opna sölu 23. ágúst.

Það má búast við því að þá verði keppnistreyjan komin með auglýsingu því Cheslea er að leita að nýjum styrktaraðila.

Liðið gæti aftur á móti spilað án auglýsingu í keppnisferðinni til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×