Biobú fagnar 20 ára afmæli í sumar Biobú 11. júlí 2023 09:06 Biobú var stofnað 2002 og fyrstu vörur þess komu á markað 2003. Helstu vörur Biobús hafa verið sýrðar mjólkurafurðir, svo sem jógúrt í ýmsum bragðtegundum og svo skyr, ostur og drykkjarmjólk. Helgi Rafn Gunnarsson er framkvæmdastjóri Biobús. Mynd/Vilhelm Biobú ehf. fagnar því í ár að tuttugu ár eru síðan fyrstu vörur þess komu á markað. Fyrirtækið var stofnað í júlí 2002 af þeim hjónum Kristjáni Oddssyni og Dóru Ruf frá Neðra Hálsi í Kjós. Ástæðan fyrir stofnun þess var sú að það vantaði fyrirtæki á sviði mjólkurvinnslu sem væri viljugt til að vinna að og þróa markað fyrir lífrænar mjólkurvörur á Íslandi. Kristján og Dóra hafa stundað mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi frá árinu 1984 en árið 1996 fengu þau lífræna vottun á mjólkurframleiðslu sína. Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf frá Neðra Hálsi í Kjós stofnuðu Biobú árið 2002. Í ár eru 20 ár síðan fyrstu vörur þess komu á markað. „Það að vera komin með vottaða lífræna mjólk gaf þeim hjónum tækifæri til að skapa sér sérstöðu á markaði, en engar lífrænar mjólkurafurðir var hægt að fá í búðum hérlendis á þessum tíma,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Fyrsta vara Biobús var lífræn jógúrt sem fór á markað í júní mánuði 2003. „Salan byrjaði rólega en hefur síðan aukist jafnt og þétt í gegnum árin en salan verður aldrei meiri en mjólkurmagnið sem bændurnir geta framleitt.“ Biobú hóf framleiðslu sína í 100 fm húsnæði í Stangarhyl en sprengdi það utan af sér árið 2006 og fjárfesti þá í 500 fm húsnæði í Gylfaflöt í Reykjavík. „Árið 2014 var svo enn á ný þörf á fleiri fermetrum og það varð úr að við keyptum 400 fm til viðbótar sem gefur Biobú tækifæri til enn frekari vaxtar.“ Starfsmönnum Biobús hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að vera tveir starfsmenn í upphafi upp í 9-10 manna vinnustað eins og hann er í dag. Vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum Helstu vörur Biobús hafa verið sýrðar mjólkurafurðir, svo sem jógúrt í ýmsum bragðtegundum og svo skyr, ostur og drykkjarmjólk. „Biobú var einnig fyrst á markað með gríska jógúrt en það var árið 2005. Hún hefur notið mikilla vinsælda. Um síðustu áramót kom einmitt ný vörulína á markað, grísk jógúrt með fjórum bragðtegundum sem eru hrein jógúrt, með vanillubragði, með kókosbragði og svo með peru- og hunangsbragði. Gríska jógúrtin kemur í tveimur stærðum, 200 g og 500 g einingum. Viðtökur hafa verið mjög góðar og það mætti segja að hún hafi slegið í gegn og hefur framleiðslan vart undan svo mikil er eftirspurnin.“ Um síðustu áramót kom grísk jógúrt með fjórum bragðtegundum á markaðinn sem hefur heldur betur slegið í gegn. Mynd/Vilhelm Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum að því leyti að þær eru útbúnar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. „Megin reglan er sú að vinna matvælin sem minnst og halda þeim eins náttúrulegum og kostur er.“ Biobú fær mjólkina frá eingöngu þremur bæjum sem allir hafa lífræna vottun. Um er að ræða Neðri Háls í Kjós, Búland í Austur Landeyjum og Eyði Sandvík í Árborg. Þessi þrjú bú eru þau einu sem framleiða lífræna mjólk af tæplega 500 búum á Íslandi. Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum því þær eru útbúnar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. Mynd/Vilhelm Markmiðið að bjóða upp á fleiri lífrænar vörur Fyrir nokkru tóku eigendur þá ákvörðun að breyta vörumerki Biobús og var um leið stefnan sett á að útvíkka starfsemi fyrirtækisins með það að markmiðið að bjóða neytendum upp á fleiri lífrænar vörur. „Biobú hóf nýlega að dreifa og selja lífrænt nautakjöt en Biobú kaupir beint frá lífrænu bændunum, þeim sömu og framleiða mjólkina fyrir Biobú. Kjötið er verkað í handverks sláturhúsinu í Borgarnesi en sláturhúsið sótti um og fékk lífræna vottun til þess að geta sinnt þessu verkefni fyrir Biobú. Kjötið er upprunamerkt, þ.e. er rakið til þess bæjar sem gripurinn er frá. Fyrir tveimur árum keypti Biobú Skúbb ísgerð en markmiðið með þeim kaupum er að hefja framleiðslu á lífrænum ís og er sú vinna í gangi.“ Nánar á biobu.is. Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrirtækið var stofnað í júlí 2002 af þeim hjónum Kristjáni Oddssyni og Dóru Ruf frá Neðra Hálsi í Kjós. Ástæðan fyrir stofnun þess var sú að það vantaði fyrirtæki á sviði mjólkurvinnslu sem væri viljugt til að vinna að og þróa markað fyrir lífrænar mjólkurvörur á Íslandi. Kristján og Dóra hafa stundað mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi frá árinu 1984 en árið 1996 fengu þau lífræna vottun á mjólkurframleiðslu sína. Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf frá Neðra Hálsi í Kjós stofnuðu Biobú árið 2002. Í ár eru 20 ár síðan fyrstu vörur þess komu á markað. „Það að vera komin með vottaða lífræna mjólk gaf þeim hjónum tækifæri til að skapa sér sérstöðu á markaði, en engar lífrænar mjólkurafurðir var hægt að fá í búðum hérlendis á þessum tíma,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Fyrsta vara Biobús var lífræn jógúrt sem fór á markað í júní mánuði 2003. „Salan byrjaði rólega en hefur síðan aukist jafnt og þétt í gegnum árin en salan verður aldrei meiri en mjólkurmagnið sem bændurnir geta framleitt.“ Biobú hóf framleiðslu sína í 100 fm húsnæði í Stangarhyl en sprengdi það utan af sér árið 2006 og fjárfesti þá í 500 fm húsnæði í Gylfaflöt í Reykjavík. „Árið 2014 var svo enn á ný þörf á fleiri fermetrum og það varð úr að við keyptum 400 fm til viðbótar sem gefur Biobú tækifæri til enn frekari vaxtar.“ Starfsmönnum Biobús hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að vera tveir starfsmenn í upphafi upp í 9-10 manna vinnustað eins og hann er í dag. Vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum Helstu vörur Biobús hafa verið sýrðar mjólkurafurðir, svo sem jógúrt í ýmsum bragðtegundum og svo skyr, ostur og drykkjarmjólk. „Biobú var einnig fyrst á markað með gríska jógúrt en það var árið 2005. Hún hefur notið mikilla vinsælda. Um síðustu áramót kom einmitt ný vörulína á markað, grísk jógúrt með fjórum bragðtegundum sem eru hrein jógúrt, með vanillubragði, með kókosbragði og svo með peru- og hunangsbragði. Gríska jógúrtin kemur í tveimur stærðum, 200 g og 500 g einingum. Viðtökur hafa verið mjög góðar og það mætti segja að hún hafi slegið í gegn og hefur framleiðslan vart undan svo mikil er eftirspurnin.“ Um síðustu áramót kom grísk jógúrt með fjórum bragðtegundum á markaðinn sem hefur heldur betur slegið í gegn. Mynd/Vilhelm Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum að því leyti að þær eru útbúnar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. „Megin reglan er sú að vinna matvælin sem minnst og halda þeim eins náttúrulegum og kostur er.“ Biobú fær mjólkina frá eingöngu þremur bæjum sem allir hafa lífræna vottun. Um er að ræða Neðri Háls í Kjós, Búland í Austur Landeyjum og Eyði Sandvík í Árborg. Þessi þrjú bú eru þau einu sem framleiða lífræna mjólk af tæplega 500 búum á Íslandi. Lífrænu vörur Biobús eru frábrugðnar hefðbundnum mjólkurvörum því þær eru útbúnar úr ófitusprengdri lífrænni mjólk. Mynd/Vilhelm Markmiðið að bjóða upp á fleiri lífrænar vörur Fyrir nokkru tóku eigendur þá ákvörðun að breyta vörumerki Biobús og var um leið stefnan sett á að útvíkka starfsemi fyrirtækisins með það að markmiðið að bjóða neytendum upp á fleiri lífrænar vörur. „Biobú hóf nýlega að dreifa og selja lífrænt nautakjöt en Biobú kaupir beint frá lífrænu bændunum, þeim sömu og framleiða mjólkina fyrir Biobú. Kjötið er verkað í handverks sláturhúsinu í Borgarnesi en sláturhúsið sótti um og fékk lífræna vottun til þess að geta sinnt þessu verkefni fyrir Biobú. Kjötið er upprunamerkt, þ.e. er rakið til þess bæjar sem gripurinn er frá. Fyrir tveimur árum keypti Biobú Skúbb ísgerð en markmiðið með þeim kaupum er að hefja framleiðslu á lífrænum ís og er sú vinna í gangi.“ Nánar á biobu.is.
Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira