NBA fór ekki alveg alla leið í nýju flopp-reglunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 15:31 LeBron James og kollegum hans í NBA-deildinni í körfubolta verður refsað fyrir leikaraskap á næstu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA deildin í körfubolta hefur nú samþykkt tvær reglubreytingar fyrir komandi keppnistímabil. Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira