Enski boltinn

Dele Alli misnotaður: Hræddur við að tala um þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Alli þegar hann var kynntur sem leikmaður tyrkneska félagsins Besiktas.
Dele Alli þegar hann var kynntur sem leikmaður tyrkneska félagsins Besiktas. Getty/Isa Terli/

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli talaði opinskátt um líf sitt í nýju viðtali við Gary Neville. Hann sagði meðal annars frá því að hann var misnotaður þegar hann var sex ára.

Alli þótti einn efnilegasti leikmaður Englendinga á sínum tíma en fótboltaferillinn hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár.

Nú síðast var hann lánaður frá Everton til tyrkenska félagsins Besiktas sem vildi síðan ekkert með hann hafa. Alli endaði síðan tímabilið á að fara í aðgerð.

Alli segir frá því í nýju viðtali að hann hafi innrita sig á endurhæfingarmiðstöð fyrir andleg vandamál sem sérhæfir sig í fíkn og áföllum.

„Þetta er eitthvað sem ég falið í langan tíma og ég er hræddur við að tala um þetta. Ég var á mjög slæmum stað andlega,“ sagði Dele Alli í viðtalinu við Neville.

„Ég ánetjaðist svefntöflum,“ sagði Alli en hann vonast til þess að saga hans geti hjálpað öðrum fótboltamönnum.

Alli var inni í sex vikur og að núna í fyrsta sinn í langan tíma geta hann sagt satt frá þegar hann segir að það sé allt í lagi með sig.

Hinn 27 ára gamli fótboltamaður lenti í slæmri aðstöðu þegar hann var mjög ungur. Móðir hans var áfengissjúklingur og vinur hennar misnotaði hann þegar Alli var sex ára. Hann byrjaði að reykja sjö ára og fór að selja eiturlyf þegar hann var átta ára.

Hann losnaði úr þeim kringumstæðum þegar hann var tólf ára en þá var hann ættleiddur.

„Ég var ættleiddur af yndislegri fjölskyldu. Ég gat ekki beðið um meira. Ef guð myndi búa til fólk þá ætti það að vera fólk eins og þau,“ sagði Alli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×