Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 22:31 Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar. Octavio Passos/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt. McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira