Hitametin orðin of mörg til að telja upp Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 14. júlí 2023 22:37 Mæðgin í Nikósíu á Kýpur kæla sig niður við brunn í borginni. Búist er við því að hitinn nái um 42-43 stigum á inn við landið um helgina. ap Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hitabylgjan teygir anga sína allt frá Tyrkland í austri til Grikklands, Króatíu, Ítalíu, Spánar og Portúgal. Hitinn á svæðinu er um eða yfir 40 gráðum og sumstaðr meiri. Þannig var spáð að hitinn gæti farið yfir 48,8 gráður á Ítalíu, sem væri met í Evrópu frá ágúst 2021. Frétt Stöðvar 2: Í Róm hafa dýr og menn kælt sig niður með ýmsum leiðum undanfarna daga, meðal annars með hjálp gosbrunna borgarinnar. Málleysingjar í dýragarði Madrídarborgar fengu þá sérstaklega kalda glaðninga í gær, til að svala sér. Í Aþenu var Akrópólis lokað snemma í dag, en fjöldi fólks hefur sótt ströndina skammt utan borgarinnar. Einari Sveinbjörnssyni er nokkuð brugðið yfir þeim mikla hita sem geisað hefur víða um heim að undanförnu, en hitabylgja hefur einnig gengið yfir Bandaríkin og Mexíkó, sem og í mið-Asíu. „Það má segja að við séum komin út úr hefðbundnu normi þar sem við erum að horfa á eitthvað meðaltal,“ segir Einar. „Það er bara einfaldlega orðið það miklu hlýrra, fjölmörg hitamet hafa fallið undanfarna daga og vikur. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau upp.“ Frá strönd Tel Aviv í Ísrael.ap Spár geri ráð fyrir að lítið lát verði á hitanum næstu vikur. „Ég held að öll rök hnígi að því að þarna eru loftlagsbreytingarnar að koma fram í aukinni tíðni á hitabylgjum. Þær eru meiri um sig, harðari og standa lengur en áður var,“ segir Einar. Hann hefði minni áhyggjur af norðanátt um hásumar hér heima, en kollegar hans úti hafa af hitabylgjum. Öfgar í veðurfari væru hins vegar að færast í aukana. „Tilfinning mín er sú að hér séu meiri sveiflur. Við vorum með óskaplega þungbúinn maí- og júnímánuð hér suðvestanlands. Nú hefur sólin skinið nærri látlaust í einhverja tíu daga, þó það sé svalt í sólinni og þoka fyrir norðan. Hins vegar er ekki samávægilegur angi af þessum bylgjum að ná til okkar, sem betur fer.“ Hitinn úti í heimi nú væri forsmekkurinn að því sem koma skal. „Við snúum þessu ekki við svo glatt,“ segir Einar að lokum.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira