Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2023 07:02 Það gerir okkur ekkert gagn að trúa því að lífið hjá öllum öðrum sé æðislegra en okkar. Enda ekki rétt að bera saman okkar innri líðan við ásýnd annarra út á við. Það er eins og að bera saman epli og appelsínur. Eini samanburðurinn sem við ættum að hafa er samanburðurinn á okkur sjálfum við okkur sjálf. Vísir/Getty Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. Og ofsalega lítur margt fólk vel út. Auðvitað svo dugleg í ræktinni. Eða að ganga á fjöll. Á sama tíma situr maður bara heima og skrollar samfélagsmiðlana. Aukakílóin sitja sem fastast með okkur, sumarfríið er hvorki hafið né fullkomlega planað og það eru mörg ár síðan við spurðum okkur síðast hversu ánægð við værum í hjónabandinu. Fyrir utan það að þá virðumst við ekki nánast gera svona oft skemmtilega hluti eins og annað fólk. Hvernig getur verið gaman hjá þeim alla daga? Bööö….. Er nema von að lífið hjá öllum öðrum virðist einfaldlega æðislegra en þitt. En hvað eigum við að gera ef okkur líður svona? Því í sannleika sagt: Það er fullt af fólki sem upplifir stöðuna eins og hún sé þannig að lífið hjá öðrum bæði gangi betur, sé betra og mun meira spennandi en hjá okkur sjálfum. Sem svo sannarlega þarf ekki að vera. Málið snýst hins vegar ekkert um það hvernig lífið er hjá öðrum. Heldur eingöngu um það hvernig okkur líður með lífið okkar. Að læra að elska sjálfan sig með því að stunda einhverja sjálfsrækt er alltaf af hinu góða. Sjálfsræktin getur verið hvaða leið sem þú velur og finnst henta þér. AA fundir geta sem dæmi verið liður í sjálfsrækt fyrir ákveðinn hóp af fólki, á meðan aðrir styðjast við hugleiðslur, göngur og útivist, hreyfingu eða bænir. Það hvaða leið við veljum skiptir ekki máli. Margt er hægt að læra af netinu, með bókalestri eða á námskeiðum og í einkatímum. Hvort heldur sem er hjá sálfræðingi eða öðrum ráðgjöfum. En vindum okkur í að minnsta kosti nokkur ráð sem geta hjálpað okkur að komast út úr þeim vítahring að halda að lífið hjá öðrum sé svona miklu æðislegra en okkar eigið. Hér eru nokkur einföld ráð. Í fyrsta lagi: Ekki bera saman hvernig þér líður innra með þér, við ásýnd annarra út á við. Samanburðurinn einn og sér er eins og að bera saman epli og appelsínur, því oft er það sem fólk til dæmis birtir á samfélagsmiðlum mjög fjarri lagi hvernig því sjálfu líður innra með sér. Eitt þekkt dæmi sem má nefna er hinn ástsæli leikari Robin Williams. Sem við öll héldum að væri einn fyndnasti og kátasti maður í heimi. En tók sitt eigið líf því vanlíðanin og þunglyndið var honum einfaldlega um megn. Annað er síðan hvað okkur langar eða við óskum okkar og hvað fólk er að gera. Er þetta endilega það sama og við sjáum þetta fólk vera að gera sem okkur finnst lífið vera svo æðislegt hjá? Eigum við ekki frekar að samgleðjast öðru fólki en setja orkuna okkar í spurningar eins og: Hver er draumurinn minn? Hvers vegna er þetta draumurinn minn? Hversu raunhæfur er draumurinn minn? Ef draumurinn minn væri raunhæfur, hvernig færi ég að því að raungera hann eða vinna að honum? O.s.frv. Þriðja atriðið er síðan hvar erum við stödd og hvar er annað fólk statt? Þetta getur verið aldurstengt, parasambandstengt, námslega, starfsframalega, líkamlega o.sfrv. Hverjar eru þínar helstu langanir í þessum málum? Loks er það sú staðreynd að það er akkúrat engin fjölskylda sem glímir ekki við neitt og það er akkúrat enginn einstaklingur sem glímir ekki við neitt innra með sér. Að finna einhvern sem virkar mjög sjálfsöruggur og er það algjörlega 100% inn á við og út á við er einfaldlega fyrirbæri sem er ekki til. Þannig að reynum að henda þessum hugsunum frá okkur um samanburðinn við annað fólk eða þeirra líf. Það sem við skulum hins vegar einbeita okkur að erum við sjálf. Að bera okkur saman við okkur sjálf er til dæmis fínn samanburður. Spurningar eins og: Hvar erum við stödd núna miðað við fyrir fimm árum síðan? Hvers vegna? Viljum við gera eitthvað í því (gæti verð eitthvað til að bæta okkar líðan eða að vera þakklát fyrir það hvað við erum á miklu betri stað núna). Eru einhver markmið, draumar eða óskir sem eru ofarlega hjá okkur núna? Getur verið tengt því hvernig okkur líður, eitthvað tengt vinnunni okkar eða starfsframa, tengt heimilinu, parsambandinu, fjölskyldunni. Að skrifa niður lista af draumum og óskum getur verið skemmtilegt verkefni. Velja síðan eitthvað af þeim lista til að byrja að vinna að. Við getum líka borið saman hvernig okkur líður og hvernig okkur langar til að líða. Hversu nálæg eða fjarlæg erum við í þeim samanburði? Ef okkur langar að líða mun betur, hvernig ætlum við að komast þangað? Hjá sálfræðingi eða með því að skella okkur á námskeið eða gera eitthvað sem eflir okkur. Því enginn annar, ekki einu sinni okkar nánasta fólk, getur fært okkur hina raunverulegu hamingju eða innri ró. Hún kemur alltaf innan frá. Og sem betur erum við svo heppin að í dag þykir það svo sjálfsagt og eðlilegt að leita leiða til að fá aðstoð við að rækta sjálfan sig, sama síðan hver sú leið er sem hver og einn velur. Því með sjálfsrækt endar samanburðurinn alltaf á því að vera aðeins við okkur sjálf en engan annan. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Og ofsalega lítur margt fólk vel út. Auðvitað svo dugleg í ræktinni. Eða að ganga á fjöll. Á sama tíma situr maður bara heima og skrollar samfélagsmiðlana. Aukakílóin sitja sem fastast með okkur, sumarfríið er hvorki hafið né fullkomlega planað og það eru mörg ár síðan við spurðum okkur síðast hversu ánægð við værum í hjónabandinu. Fyrir utan það að þá virðumst við ekki nánast gera svona oft skemmtilega hluti eins og annað fólk. Hvernig getur verið gaman hjá þeim alla daga? Bööö….. Er nema von að lífið hjá öllum öðrum virðist einfaldlega æðislegra en þitt. En hvað eigum við að gera ef okkur líður svona? Því í sannleika sagt: Það er fullt af fólki sem upplifir stöðuna eins og hún sé þannig að lífið hjá öðrum bæði gangi betur, sé betra og mun meira spennandi en hjá okkur sjálfum. Sem svo sannarlega þarf ekki að vera. Málið snýst hins vegar ekkert um það hvernig lífið er hjá öðrum. Heldur eingöngu um það hvernig okkur líður með lífið okkar. Að læra að elska sjálfan sig með því að stunda einhverja sjálfsrækt er alltaf af hinu góða. Sjálfsræktin getur verið hvaða leið sem þú velur og finnst henta þér. AA fundir geta sem dæmi verið liður í sjálfsrækt fyrir ákveðinn hóp af fólki, á meðan aðrir styðjast við hugleiðslur, göngur og útivist, hreyfingu eða bænir. Það hvaða leið við veljum skiptir ekki máli. Margt er hægt að læra af netinu, með bókalestri eða á námskeiðum og í einkatímum. Hvort heldur sem er hjá sálfræðingi eða öðrum ráðgjöfum. En vindum okkur í að minnsta kosti nokkur ráð sem geta hjálpað okkur að komast út úr þeim vítahring að halda að lífið hjá öðrum sé svona miklu æðislegra en okkar eigið. Hér eru nokkur einföld ráð. Í fyrsta lagi: Ekki bera saman hvernig þér líður innra með þér, við ásýnd annarra út á við. Samanburðurinn einn og sér er eins og að bera saman epli og appelsínur, því oft er það sem fólk til dæmis birtir á samfélagsmiðlum mjög fjarri lagi hvernig því sjálfu líður innra með sér. Eitt þekkt dæmi sem má nefna er hinn ástsæli leikari Robin Williams. Sem við öll héldum að væri einn fyndnasti og kátasti maður í heimi. En tók sitt eigið líf því vanlíðanin og þunglyndið var honum einfaldlega um megn. Annað er síðan hvað okkur langar eða við óskum okkar og hvað fólk er að gera. Er þetta endilega það sama og við sjáum þetta fólk vera að gera sem okkur finnst lífið vera svo æðislegt hjá? Eigum við ekki frekar að samgleðjast öðru fólki en setja orkuna okkar í spurningar eins og: Hver er draumurinn minn? Hvers vegna er þetta draumurinn minn? Hversu raunhæfur er draumurinn minn? Ef draumurinn minn væri raunhæfur, hvernig færi ég að því að raungera hann eða vinna að honum? O.s.frv. Þriðja atriðið er síðan hvar erum við stödd og hvar er annað fólk statt? Þetta getur verið aldurstengt, parasambandstengt, námslega, starfsframalega, líkamlega o.sfrv. Hverjar eru þínar helstu langanir í þessum málum? Loks er það sú staðreynd að það er akkúrat engin fjölskylda sem glímir ekki við neitt og það er akkúrat enginn einstaklingur sem glímir ekki við neitt innra með sér. Að finna einhvern sem virkar mjög sjálfsöruggur og er það algjörlega 100% inn á við og út á við er einfaldlega fyrirbæri sem er ekki til. Þannig að reynum að henda þessum hugsunum frá okkur um samanburðinn við annað fólk eða þeirra líf. Það sem við skulum hins vegar einbeita okkur að erum við sjálf. Að bera okkur saman við okkur sjálf er til dæmis fínn samanburður. Spurningar eins og: Hvar erum við stödd núna miðað við fyrir fimm árum síðan? Hvers vegna? Viljum við gera eitthvað í því (gæti verð eitthvað til að bæta okkar líðan eða að vera þakklát fyrir það hvað við erum á miklu betri stað núna). Eru einhver markmið, draumar eða óskir sem eru ofarlega hjá okkur núna? Getur verið tengt því hvernig okkur líður, eitthvað tengt vinnunni okkar eða starfsframa, tengt heimilinu, parsambandinu, fjölskyldunni. Að skrifa niður lista af draumum og óskum getur verið skemmtilegt verkefni. Velja síðan eitthvað af þeim lista til að byrja að vinna að. Við getum líka borið saman hvernig okkur líður og hvernig okkur langar til að líða. Hversu nálæg eða fjarlæg erum við í þeim samanburði? Ef okkur langar að líða mun betur, hvernig ætlum við að komast þangað? Hjá sálfræðingi eða með því að skella okkur á námskeið eða gera eitthvað sem eflir okkur. Því enginn annar, ekki einu sinni okkar nánasta fólk, getur fært okkur hina raunverulegu hamingju eða innri ró. Hún kemur alltaf innan frá. Og sem betur erum við svo heppin að í dag þykir það svo sjálfsagt og eðlilegt að leita leiða til að fá aðstoð við að rækta sjálfan sig, sama síðan hver sú leið er sem hver og einn velur. Því með sjálfsrækt endar samanburðurinn alltaf á því að vera aðeins við okkur sjálf en engan annan.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00
Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00
Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01
Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00