Enski boltinn

Tími Onana hjá Manchester United er núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Onana lék með Internazionale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester City í vor.
Andre Onana lék með Internazionale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester City í vor. Getty/Jonathan Moscrop

Manchester United hefur loksins náð samkomulagi við ítalska félagið Internazonale um kaup á kamerúnska markverðinum Andre Onana.

United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda.

Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt.

Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann.

ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað.

Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea.

Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×