Steph Curry vann golfmót með því að fá örn á átjándu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 16:31 Stephen Curry var mjög sáttur með sigurinn á American Century Championship golfmótinu um helgina. Getty/Isaiah Vazquez Körfuboltamaðurinn Stephen Curry fangaði sigri á American Century Championship golfmótinu um helgina en mótið er góðgerðamót þar sem taka þátt stjörnur úr öðrum íþróttum. Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023 Golf NBA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023
Golf NBA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira