Enski boltinn

Lukaku í óvissu út af Harry Kane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane og Romelu Lukaku gætu báðir verið á leiðinni í nýtt lið í nýrri deild.
Harry Kane og Romelu Lukaku gætu báðir verið á leiðinni í nýtt lið í nýrri deild. Getty/Tottenham Hotspur

Framtíð knattspyrnumannsins Romelu Lukaku er enn óljós en það verður ólíklegra með hverjum deginum að hann spili áfram með Internazionale á Ítalíu.

Staðan á Lukaku er meðal annars sögð í uppnámi vegna þess að tveir líklegir kaupendur eru að bíða eftir Harry Kane. Simon Stone á breska ríkisútvarpinu fór meðal annars yfir stöðu mála í vef BBC í morgun.

Bæði Bayern München og Paris Saint-Germain hafa áhuga á Harry Kane og eru sögð muni ekki skoða aðra möguleika fyrr en kemur á hreint hvort fyrirliði Tottenham sé falur.

Tottenham heldur því áfram fram að Kane sé ekki til sölu en umrædd félög gefast ekki upp. Kane er sagður vilja komast í burtu en er engu að síður byrjaður að æfa með Tottenham.

Dusan Vlahovic hjá Juventus og Randal Kolo Muani hjá Eintracht Frankfurt þykja líklegir kostir fyrir Tottenham en Kane verður seldur.

Lukaku þarf því að bíða og sjá til hvað verður hjá honum.

Chelsea ætlar að selja belgíska framherjann en tilboð Internazionale var ekki nálægt því sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. 

Þá lítur út fyrir að Lukau hafi verið að daðra við önnur félög í langan tíma þegar forráðamenn Inter héldu að hann vildi spila áfram hjá þeim.

Lukaku fer líklega ekki með Chelsea í æfingaferðina til Bandaríkjanna en flýgur yfir Atlantshafið í dag.

Um helgina blandaði Juventus sér í málið og forráðamenn Inter voru ekki sáttir með það að Lukaku talaði við Juve. Mál Lukaku urðu fyrir vikið enn flóknari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×