Lífið

ISSI á toppi Langjökuls: „Þeir segja að það sé kalt á toppnum svo ég klæddi mig vel“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Issi á toppi Langjökuls.
Issi á toppi Langjökuls. Summer Global

Tónlistarmaðurinn Issi tók upp tónlistarmyndband á toppi Langjökuls á dögunum við lagið Klukkan seint. Lagið er að finna á plötunni Rauð viðvörun sem hann sendi frá sér í apríl síðastliðnum.

„Lagið sjálft snýst um að sleppa tökunum, þó svo að það sé ekki nema að gera það sem maður vill í smá stund, flýja ábyrgð í eitt kvöld og með þvi spurja sig hvort það sé þess virði, hvort það sé gott eða slæmt fyrir mann,“ segir Issi sem gerði myndbandið í samstarfi við miðilinn Somewhere Global.

„Þeir segja að það sé kalt á toppnum svo ég klæddi mig vel og fór af stað.“

ISSI segir að markmið samstarfsins sé að nota fallegt íslenskt landslag og góða tónlist til þess að bera íslensku rappsenuna út fyrir landsteinana. Somwhere Global kynnir nú myndbandsseríu þar sem þeir fá íslenska listamenn til þess að flytja lög sín í fallegri íslenskri náttúru. 

Serían ber heitið „Icelandic Sessions“ og opnaði með myndbandinu af ISSA uppi á Langjökli.

ISSI er með plötu í bígerð sem kemur út í haust. Þá segist hann ekki geta beðið eftir að láta enn frekar í sér heyra og sýna það sem hann hefur verið að vinna í á undanförnum árum.


Tengdar fréttir

„Meira shit“ frá Issa

Tónlistarmaðurinn Issi tók lagið sitt Meira Shit í beinni útsendingu í seríu frá útvarpi 101 og Stúdíó Sýrlandi sem ber nafnið 101 sessions.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×