Álftanes vann sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn síðasta vor. Nýliðarnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik sínum í efstu deild því þeir mæta Tindastóli sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili.
Hinir nýliðarnir í Subway-deild karla, Hamar, mæta Keflavík, Grindavík og Höttur eigast við suður með sjó, Þór Þ. tekur á móti deildar- og bikarmeisturum Vals, Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn og í Smáranum mætast Breiðablik og Haukar.
Íslandsmeistarar Vals fara í Kópavoginn í 1. umferð Subway-deildar kvenna og mæta Breiðabliki. Í 1. umferðinni er einnig nýliðaslagur Þórs Ak. og Stjörnunnar, Grindavík og Fjölnir mætast og Njarðvík og Keflavík eigast við í grannaslag.
Keppni í Subway-deild kvenna hefst 26. september en 5. október í Subway-deild karla.