Sjáðu mörkin í undirbúningsleikjum Liverpool og United Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 18:34 Donny Van De Beek fagnar marki sínu gegn Lyon í dag. Vísir/Getty Liverpool og Manchester United eru komin á fullt í undirbúningi fyrir tímabilið á Englandi og léku í dag æfingaleiki gegn Karlsruher og Lyon. Bæði lið unnu sigra í leikjum dagsins. Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira
Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira