Umfjöllun: Connah's Quay - KA 0-2 | KA örugglega áfram í aðra umferð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júlí 2023 20:00 KA vann fyrri leik liðanna sem fram fór í Úlfarsárdal í Grafarholti. Vísir/Diego KA tryggði sér farseðilinn í aðra umferð Sambandsdeildarinnar eftir 0-2 sigur á Connah´s Quay. KA vann fyrri leikinn 2-0 í Úlfarsárdalnum og einvígið samanlagt 4-0. Í kvöld skoruðu Daníel Hafsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson mörk KA. KA vann 2-0 sigur ytra á velska liðinu Connah‘s Quay Nomads, mörkin skoruðu Daníel Hafsteinsson og varamaðurinn Elfar Aðalsteinsson. Akureyringarnir sigra einvígið þar af leiðandi 4-0 og halda áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Líkt og KA menn léku sinn heimaleik í Úlfarsárdal fór þessi leikur fram á Englandi fremur í Wales, heimalandi Nomads. Það mátti heyra í þónokkrum stuðningsmönnum KA, sem gerðu sér ferð á Park Hall völlinn í Oswestry. Heimamenn héldu boltanum vel mest allan leikinn en tókst ekki að gera almennilegar atlögur að marki gestanna. Fyrstu tíu mínútur leiksins fóru alfarið fram á vallarhelmingi KA. En fljótlega tóku þeir við sér og sneru vörn í sókn. Fengu tvær hornspyrnur í röð sem Hallgrímur Mar skaut inn á teiginn. Í þeirri seinni náði Ívar Örn að skalla boltann áfram á Daníel Hafsteinsson sem lúrði á fjærstönginni og kom boltanum yfir línuna. KA komið marki yfir eftir aðeins 16 mínútur og heimamenn algjörlega ráðalausir. Heimamenn héldu boltanum áfram út hálfleikinn með stökum skyndisóknum og áhlaupum KA. Nomads áttu fínan kafla í kringum þrítugustu mínútu, unnu boltann úr vörn KA en skutu framhjá og fengu svo gott færi þar sem hefði verið hægt að dæma víti. En hálfleikstölur 0-1. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, KA mönnum leið vel án boltans og brutu Nomads niður í skyndisóknum. Bæði lið gerðu skiptingar í upphafi seinni hálfleiks og það mátti heyra í þjálfara KA segja sínum mönnum að stíga ofar á völlinn og hirða boltann. Nokkrum mínútum síðar skoraði svo varamaðurinn Elfar Aðalsteinsson annað mark KA. Markið kom eftir fyrirgjöf Hrannars Björns, hann fékk boltann úti á hægri kanti í miklu plássi og lagði hann út á Elfar sem kláraði færið af öryggi. KA menn samanlagt fjórum mörkum yfir og Nomads litu ólíklega út fyrir að skora. Heimamenn settu boltann í netið á 83. mínútu en þar var Michael Wilde dæmdur brotlegur í skallabaráttu við Kristján Jajalo og Hrannar Björn. KA sigldi sigrinum örugglega heim eftir það, lokatölur 2-0 í báðum leikjum. Af hverju vann KA? KA menn voru betur spilandi liðið og unnu sannfærandi sigur. Leikplan þeirra gekk mjög vel upp í báðum leikjum. Þrátt fyrir að hafa boltann minna í leiknum sköpuðu KA sér mun fleiri hættuleg marktækifæri og nýttu sér þau vel. Hverjir stóðu upp úr? Hrannar Björn var frábær í hægri bakverðinum, kom vel upp á völlinn og lagði upp gott mark. Hallgrímur Mar sömuleiðis mjög góður í þessum leik, ógnaði vel vinstra megin. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk mjög illa að skapa sér marktækifæri í þessum leik, héldu boltanum og sýndu skemmtilega takta á köflum en vantaði úrslitasendinguna. Hvað gerist næst? KA fer áfram í næstu umferð og leikur þar við Dundalk Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA
KA tryggði sér farseðilinn í aðra umferð Sambandsdeildarinnar eftir 0-2 sigur á Connah´s Quay. KA vann fyrri leikinn 2-0 í Úlfarsárdalnum og einvígið samanlagt 4-0. Í kvöld skoruðu Daníel Hafsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson mörk KA. KA vann 2-0 sigur ytra á velska liðinu Connah‘s Quay Nomads, mörkin skoruðu Daníel Hafsteinsson og varamaðurinn Elfar Aðalsteinsson. Akureyringarnir sigra einvígið þar af leiðandi 4-0 og halda áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Líkt og KA menn léku sinn heimaleik í Úlfarsárdal fór þessi leikur fram á Englandi fremur í Wales, heimalandi Nomads. Það mátti heyra í þónokkrum stuðningsmönnum KA, sem gerðu sér ferð á Park Hall völlinn í Oswestry. Heimamenn héldu boltanum vel mest allan leikinn en tókst ekki að gera almennilegar atlögur að marki gestanna. Fyrstu tíu mínútur leiksins fóru alfarið fram á vallarhelmingi KA. En fljótlega tóku þeir við sér og sneru vörn í sókn. Fengu tvær hornspyrnur í röð sem Hallgrímur Mar skaut inn á teiginn. Í þeirri seinni náði Ívar Örn að skalla boltann áfram á Daníel Hafsteinsson sem lúrði á fjærstönginni og kom boltanum yfir línuna. KA komið marki yfir eftir aðeins 16 mínútur og heimamenn algjörlega ráðalausir. Heimamenn héldu boltanum áfram út hálfleikinn með stökum skyndisóknum og áhlaupum KA. Nomads áttu fínan kafla í kringum þrítugustu mínútu, unnu boltann úr vörn KA en skutu framhjá og fengu svo gott færi þar sem hefði verið hægt að dæma víti. En hálfleikstölur 0-1. Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, KA mönnum leið vel án boltans og brutu Nomads niður í skyndisóknum. Bæði lið gerðu skiptingar í upphafi seinni hálfleiks og það mátti heyra í þjálfara KA segja sínum mönnum að stíga ofar á völlinn og hirða boltann. Nokkrum mínútum síðar skoraði svo varamaðurinn Elfar Aðalsteinsson annað mark KA. Markið kom eftir fyrirgjöf Hrannars Björns, hann fékk boltann úti á hægri kanti í miklu plássi og lagði hann út á Elfar sem kláraði færið af öryggi. KA menn samanlagt fjórum mörkum yfir og Nomads litu ólíklega út fyrir að skora. Heimamenn settu boltann í netið á 83. mínútu en þar var Michael Wilde dæmdur brotlegur í skallabaráttu við Kristján Jajalo og Hrannar Björn. KA sigldi sigrinum örugglega heim eftir það, lokatölur 2-0 í báðum leikjum. Af hverju vann KA? KA menn voru betur spilandi liðið og unnu sannfærandi sigur. Leikplan þeirra gekk mjög vel upp í báðum leikjum. Þrátt fyrir að hafa boltann minna í leiknum sköpuðu KA sér mun fleiri hættuleg marktækifæri og nýttu sér þau vel. Hverjir stóðu upp úr? Hrannar Björn var frábær í hægri bakverðinum, kom vel upp á völlinn og lagði upp gott mark. Hallgrímur Mar sömuleiðis mjög góður í þessum leik, ógnaði vel vinstra megin. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk mjög illa að skapa sér marktækifæri í þessum leik, héldu boltanum og sýndu skemmtilega takta á köflum en vantaði úrslitasendinguna. Hvað gerist næst? KA fer áfram í næstu umferð og leikur þar við Dundalk
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti