Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 08:45 Fimmtíu gaurar á einni mynd. Ari Páll Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. Spólum aftur í tímann, um svo til tvo mánuði. Sunnudagurinn 21. maí 2023 var eins og hver annar sunnudagur í mínu lífi. Ég man reyndar ekki nákvæmlega hvað ég gerði yfir daginn af því að það eru tveir mánuðir síðan. Það er sennilega merki um að sunnudagurinn hafi verið einkar ómerkilegur. Það er að segja, þar til klukkan 20:43. Mér hafði verið bætt í Messenger-hóp sem bar heitið „50 gaurar í bíó.“ Forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Það var Arnór Björnsson, leikari og félagi minn, sem hafði stofnað hópinn. Við Arnór erum vinir að fornu fari, og teygir vinátta okkar sig aftur til ársins 2015, þegar okkur var troðið í sama bekk í Verzlunarskólanum. „Verði ljós,“ voru fyrstu skilaboðin inn í þennan fjölmenna hóp, hvar ég þekkti suma meðlimi vel, aðra minna, og enn aðra ekki neitt. Á eftir fylgdi skjáskot af tísti sem sagði orðrétt: „Stelpur hata að sjá svona 11 gaura fara saman í bíó.“ Stelpur hata að sjá svona 11 gaura fara saman í bíó— MaggiMar (@MagnsMr1) May 27, 2022 Sennilega nokkuð til í því, enda oftar en ekki nokkuð undarleg og jafnvel yfirþyrmandi orka sem myndast þegar gaurar sem telja á annan tug koma saman í einu rými. Næst á eftir sagði Arnór einfaldlega: „En hvað með 50?“ Þá skildi ég raunverulega hvernig í pottinn var búið. Til stóð að fara í goðsagnakenndustu bíóferð allra tíma. Hálft hundrað ungra manna í einum og sama bíósalnum, saman komnir til þess að njóta undraheims kvikmyndanna, upplifa saman tilfinningaskalann sem bíó hefur upp á að bjóða og síðast en ekki síst, mynda órjúfanleg gaurabönd sem myndu endast okkur ævina. Nokkrir gaurar troða sér hér í Barbie-kassann goðsagnakennda.Ari Páll 50 skulu þeir vera Kvikmyndin sem varð fyrir valinu var Barbie, kvikmynd úr smiðju leikstjórans Gretu Gerwig. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Barbie, sem nýtur lífsins í Barbie-landi en þarf að takast á við óvæntar áskoranir og ferðast um fjarlæg lönd. Ég hugsa að ég hafi ekki mikið fleiri orð um myndina sjálfa, enda væri það til þess fallið að spilla spennunni fyrir þeim ykkar sem hafa ekki enn séð myndina. Fljótlega eftir að hópspjallið var stofnað var allt komið á fullt. Heiðursmaðurinn Ágúst Elí Ásgeirsson fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að láta sérmerkja boli fyrir okkur, einskonar einkennisbúning fyrir 50 gaura í bíó. Hvítur bolur með einfaldri og beinskeyttri áletrun varð fyrir valinu: „50 gaurar í bíó“ auk dagsetningarinnar, 19. júlí 2023. Gaur nokkur gætir hér gaurabolanna fyrir ókomna gaura.Ari Páll Arnór hafði samband við Smárabíó sem var tilbúið að taka á móti okkur 50, sendi út rukkanir og skráði skilmerkilega hjá sér hverjir kæmust og hverjir ekki. Í hans huga var afar mikilvægt að gaurarnir yrðu 50. Ekki 49, ekki 51, heldur 50. Barbenheimer-tvíhleypan Eftir að dagsetning, staðsetning og mynd lágu fyrir tók við biðin endalausa. Það var ekkert grín að fara í gegnum hverja vinnuvikuna á fætur annarri á meðan mann klæjaði í fingurna að komast í bíó með gauraskaranum sem maður vissi að biði manns um miðjan júlí. Það mætti í raun segja að það eina sem hélt mér gangandi hafi verið vissan um að með hverri sekúndunni færðist ég skör nær himnaríki. Fimmtíu gaurar í fullkomnu alsæluástandi, í bíó. Líkt og ég kom inn á hér að ofan var Arnóri afar hugleikið að gaurarnir fylltu hálft hundrað, og hvorki grammi meira né minna. Þess vegna urðu nokkrar mannabreytingar á hópnum eftir því sem leið á sumarið. Einhverjir tilkynntu forföll og aðrir komu inn í staðinn. Maður í manns stað og ekkert gat komið í veg fyrir að 50 gaurar næðu takmarki sínu. Undir lok júní kom upp sú hugmynd að taka Barbenheimer-tvíhleypuna, það er að segja, horfa bæði á Barbie og kvikmyndina Oppenheimer sama kvöldið. Um er að ræða einskonar menningaræði sem hefur runnið á kvikmyndaaðdáendur víða um heim, en meira um það má lesa hér að neðan: Stóri dagurinn Nú ætla ég að taka mér það skáldaleyfi að hraðspóla fram í tímann. Nánar til tekið til stóra dagsins, 19. júlí 2023, Dagurinn var runninn upp. Um morguninn tóku á móti manni árnaðaróskir með daginn í hópspjallinu, og ljóst að mikill hugur var í mönnum. Vinnudagurinn leið sérstaklega hægt, enda reikaði hugurinn í sífellu að því sem var í vændum. Síðdegis barst þó sú harmafregn að einn gauranna, Starkaður, væri í bílavandræðum. Bíllinn hans hafði orðið rafmagnslaus í Grímsnesi, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gekk ekki að koma bílnum í gang. En 49 gaurar dóu ekki ráðalausir og inn kom annar gaur. Þar skall hurð nærri hælum. Vaktinni minni lauk milli sex og sjö og þá var kominn tími til að grípa sér léttan bita og drífa sig síðan rakleiðis í Smáralind. Ég fór reyndar og sótti Mána félaga minn fyrst. Ef ég hefði ekki gert það þá hefðu gaurarnir í bíóinu ekki verið nema 49, og þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Höfuðgaurinn Arnór sækir hér 50 einkennisboli fyrir gaurana. Bolasmiðurinn Ágúst Elí sést fyrir aftan.Ari Páll Karlsson Þegar í Smárabíó var komið var fyrsta verk að finna Arnór. Hann stóð uppi, fyrir utan innganginn og deildi samviskusamlega út einkennisbúning okkar 50 manna bræðralags. Allir fengu bol, og enginn var skilinn út undan. Að svo búnu sótti ég miðana mína, bæði á Barbie og Oppenheimer. Þetta var að bresta á. Eftir að hafa gengið inn um hliðið tók við einhverskonar draumkennd þjóðhátíðarstemning. Þarna var fjöldinn allur af gaurum sem ég þekkti. Hefst nú upptalningin: Daníel, Geir, Benni, Huginn, Bjarni, Ágúst, Ari, Broddi, Ásgeir, Bjarki, Fannar, Einar, Egill, Ingi, Kristófer, Óli, Jói, Mímir, Teitur, Vilberg, Viktor, Árni, Mikki, Tómas, Birkir, Styr og svo miklu, miklu fleiri til. Ónafngreindir gaurar eru hér með beðnir afsökunar. Þetta var í raun eins og að vera mættur á einhverskonar klæðskerasniðið árgangamót, í þeim skilningi að þetta voru alls ekki allt jafnaldrar mínir eða menn sem voru yfirhöfuð með mér í skóla. Bara hrærigrautur af góðum vinum, kunningjum og reyndar nokkrir alls ókunnugir inn á milli. Allir áttu þeir það þó sameiginlegt að vera gaurar, og samtals voru þeir 50, að mér meðtöldum það er að segja. Gaurar glaðir í bragði.Ari Páll Sjálfsgagnrýni gauranna Inni í bíósal númer tvö í Smárabíó höfðu verið teknar frá þrjár sætaraðir, G, H og J. Nokkuð góðar raðir, enda um það bil fyrir miðju. Stemningin var í algleymingi, enda var bið sem á tímum virtist endalaus nú loks á enda. Fyrir upphaf myndar var mikið klappað og hrópað, en þegar myndin var byrjuð var þó ekki fyrir neinum gauragangi að fara, enda mikilvægt að sýna öðrum bíógestum þá virðingu að hafa hljóð svo fólk gæti notið myndarinnar í friði og ró. Ég var með þeim í sal og var smá stressuð fyrst að stemmingin yrði þannig að karlaorka myndi taka yfir e-ð sem konur eiga , en svo höguðu þeir sér bara rosalega vel!— Tinna Eik (@tinna_eik) July 20, 2023 Ég veit að ég sagðist ekki ætla að ræða efni og inntak myndarinnar, en til að geta með góðu móti sagt frá stemningunni í salnum verð ég rétt að snerta á þessum atriðum. Það var á tímum sem skilaboð myndarinnar virðast hafa verið sniðin að hópum gaura sem þrífast í gauramenningu. Það voru atriði í myndinni sem hreinlega neyddu mann til að líta í spegilinn og stara djúpt í eigin gauraaugu, en ætli það sé ekki öllum gaurum hollt. Í það minnsta annað slagið. Það má þó ekki skilja það sem svo að myndin hafi ekki verið góð. Síður en svo. Hún var afar skemmtileg, falleg á að horfa og stórkostlega fyndin. Þrátt fyrir að erfitt sé að fá samdóma álit 50 gaura þá leyfi ég mér að segja að þetta hafi verið sameiginleg upplifun flestra. Ef einhver hinna 49 er ósammála þá getur viðkomandi sent inn skoðanagrein hér. Tvíeggja þrígaurar?Ari Páll Ekki sekúnda sem fór í súginn Að Barbie lokinni stóðu 50 gaurar upp og klöppuðu. Hvort sem það var vegna þess að myndin var jafn góð og lýst var hér að ofan, þeir höfðu opinberast og öðlast nýjan skilning á stöðu kynjanna, eða vegna þess að þeir höfðu varið saman ómetanlegri gæðastund, skal ósagt látið. Það liggur þó morgunljóst fyrir að gleðin var við völd og menn hæstánægðir með kvöldið. Kvöld sem var þó ekki búið enn, í það minnsta ekki hjá öllum. Á meðan einhverjir gauranna létu gott heita ákváðu aðrir að fara alla leið og klára Barbenheimer. Um 20 mínútna hlé á milli mynda var akkúrat nóg til að stökkva á salernið, rölta í sjoppuna og gera upp myndina með félögunum. Þó voru einhverjir sem ákváðu að taka hina svokölluðu „setu“ og standa ekki upp á milli mynda. Ég gerðist ekki svo frægur, en dáist engu að síður að hugrekki þeirra sem það kusu. Ég hugsa að ég stilli mig um að fara í ítarlegar lýsingar á upplifun minni af Oppenheimer, að öllu leyti nema því að mér þótti myndin afar góð. Dálítið löng og dálítið þung, en brjálæðislega flott. Ég var reyndar orðinn dálítið þreyttur þegar myndin kláraðist, en þá var klukkan farin að ganga tvö að nóttu. Ég hafði þá varið um sex klukkustundum í bíó. Það var þreyttur en afar ánægður blaðamannagaur sem gekk út í svalt næturloftið í Kópavogi, og sá ekki eftir einni sekúndu sem hann varði í bíó þetta kvöld. Þakklæti fyrir 49 aðra gaura var efst í huga, gleði yfir því að geta hitt þá og gert sér glaðan dag, og hamingja yfir því að enn er til fólk sem nennir að gera bíómyndir um eitthvað annað en ofurhetjur. Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndahús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Spólum aftur í tímann, um svo til tvo mánuði. Sunnudagurinn 21. maí 2023 var eins og hver annar sunnudagur í mínu lífi. Ég man reyndar ekki nákvæmlega hvað ég gerði yfir daginn af því að það eru tveir mánuðir síðan. Það er sennilega merki um að sunnudagurinn hafi verið einkar ómerkilegur. Það er að segja, þar til klukkan 20:43. Mér hafði verið bætt í Messenger-hóp sem bar heitið „50 gaurar í bíó.“ Forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Það var Arnór Björnsson, leikari og félagi minn, sem hafði stofnað hópinn. Við Arnór erum vinir að fornu fari, og teygir vinátta okkar sig aftur til ársins 2015, þegar okkur var troðið í sama bekk í Verzlunarskólanum. „Verði ljós,“ voru fyrstu skilaboðin inn í þennan fjölmenna hóp, hvar ég þekkti suma meðlimi vel, aðra minna, og enn aðra ekki neitt. Á eftir fylgdi skjáskot af tísti sem sagði orðrétt: „Stelpur hata að sjá svona 11 gaura fara saman í bíó.“ Stelpur hata að sjá svona 11 gaura fara saman í bíó— MaggiMar (@MagnsMr1) May 27, 2022 Sennilega nokkuð til í því, enda oftar en ekki nokkuð undarleg og jafnvel yfirþyrmandi orka sem myndast þegar gaurar sem telja á annan tug koma saman í einu rými. Næst á eftir sagði Arnór einfaldlega: „En hvað með 50?“ Þá skildi ég raunverulega hvernig í pottinn var búið. Til stóð að fara í goðsagnakenndustu bíóferð allra tíma. Hálft hundrað ungra manna í einum og sama bíósalnum, saman komnir til þess að njóta undraheims kvikmyndanna, upplifa saman tilfinningaskalann sem bíó hefur upp á að bjóða og síðast en ekki síst, mynda órjúfanleg gaurabönd sem myndu endast okkur ævina. Nokkrir gaurar troða sér hér í Barbie-kassann goðsagnakennda.Ari Páll 50 skulu þeir vera Kvikmyndin sem varð fyrir valinu var Barbie, kvikmynd úr smiðju leikstjórans Gretu Gerwig. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Barbie, sem nýtur lífsins í Barbie-landi en þarf að takast á við óvæntar áskoranir og ferðast um fjarlæg lönd. Ég hugsa að ég hafi ekki mikið fleiri orð um myndina sjálfa, enda væri það til þess fallið að spilla spennunni fyrir þeim ykkar sem hafa ekki enn séð myndina. Fljótlega eftir að hópspjallið var stofnað var allt komið á fullt. Heiðursmaðurinn Ágúst Elí Ásgeirsson fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að láta sérmerkja boli fyrir okkur, einskonar einkennisbúning fyrir 50 gaura í bíó. Hvítur bolur með einfaldri og beinskeyttri áletrun varð fyrir valinu: „50 gaurar í bíó“ auk dagsetningarinnar, 19. júlí 2023. Gaur nokkur gætir hér gaurabolanna fyrir ókomna gaura.Ari Páll Arnór hafði samband við Smárabíó sem var tilbúið að taka á móti okkur 50, sendi út rukkanir og skráði skilmerkilega hjá sér hverjir kæmust og hverjir ekki. Í hans huga var afar mikilvægt að gaurarnir yrðu 50. Ekki 49, ekki 51, heldur 50. Barbenheimer-tvíhleypan Eftir að dagsetning, staðsetning og mynd lágu fyrir tók við biðin endalausa. Það var ekkert grín að fara í gegnum hverja vinnuvikuna á fætur annarri á meðan mann klæjaði í fingurna að komast í bíó með gauraskaranum sem maður vissi að biði manns um miðjan júlí. Það mætti í raun segja að það eina sem hélt mér gangandi hafi verið vissan um að með hverri sekúndunni færðist ég skör nær himnaríki. Fimmtíu gaurar í fullkomnu alsæluástandi, í bíó. Líkt og ég kom inn á hér að ofan var Arnóri afar hugleikið að gaurarnir fylltu hálft hundrað, og hvorki grammi meira né minna. Þess vegna urðu nokkrar mannabreytingar á hópnum eftir því sem leið á sumarið. Einhverjir tilkynntu forföll og aðrir komu inn í staðinn. Maður í manns stað og ekkert gat komið í veg fyrir að 50 gaurar næðu takmarki sínu. Undir lok júní kom upp sú hugmynd að taka Barbenheimer-tvíhleypuna, það er að segja, horfa bæði á Barbie og kvikmyndina Oppenheimer sama kvöldið. Um er að ræða einskonar menningaræði sem hefur runnið á kvikmyndaaðdáendur víða um heim, en meira um það má lesa hér að neðan: Stóri dagurinn Nú ætla ég að taka mér það skáldaleyfi að hraðspóla fram í tímann. Nánar til tekið til stóra dagsins, 19. júlí 2023, Dagurinn var runninn upp. Um morguninn tóku á móti manni árnaðaróskir með daginn í hópspjallinu, og ljóst að mikill hugur var í mönnum. Vinnudagurinn leið sérstaklega hægt, enda reikaði hugurinn í sífellu að því sem var í vændum. Síðdegis barst þó sú harmafregn að einn gauranna, Starkaður, væri í bílavandræðum. Bíllinn hans hafði orðið rafmagnslaus í Grímsnesi, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gekk ekki að koma bílnum í gang. En 49 gaurar dóu ekki ráðalausir og inn kom annar gaur. Þar skall hurð nærri hælum. Vaktinni minni lauk milli sex og sjö og þá var kominn tími til að grípa sér léttan bita og drífa sig síðan rakleiðis í Smáralind. Ég fór reyndar og sótti Mána félaga minn fyrst. Ef ég hefði ekki gert það þá hefðu gaurarnir í bíóinu ekki verið nema 49, og þá hugsun vil ég helst ekki hugsa til enda. Höfuðgaurinn Arnór sækir hér 50 einkennisboli fyrir gaurana. Bolasmiðurinn Ágúst Elí sést fyrir aftan.Ari Páll Karlsson Þegar í Smárabíó var komið var fyrsta verk að finna Arnór. Hann stóð uppi, fyrir utan innganginn og deildi samviskusamlega út einkennisbúning okkar 50 manna bræðralags. Allir fengu bol, og enginn var skilinn út undan. Að svo búnu sótti ég miðana mína, bæði á Barbie og Oppenheimer. Þetta var að bresta á. Eftir að hafa gengið inn um hliðið tók við einhverskonar draumkennd þjóðhátíðarstemning. Þarna var fjöldinn allur af gaurum sem ég þekkti. Hefst nú upptalningin: Daníel, Geir, Benni, Huginn, Bjarni, Ágúst, Ari, Broddi, Ásgeir, Bjarki, Fannar, Einar, Egill, Ingi, Kristófer, Óli, Jói, Mímir, Teitur, Vilberg, Viktor, Árni, Mikki, Tómas, Birkir, Styr og svo miklu, miklu fleiri til. Ónafngreindir gaurar eru hér með beðnir afsökunar. Þetta var í raun eins og að vera mættur á einhverskonar klæðskerasniðið árgangamót, í þeim skilningi að þetta voru alls ekki allt jafnaldrar mínir eða menn sem voru yfirhöfuð með mér í skóla. Bara hrærigrautur af góðum vinum, kunningjum og reyndar nokkrir alls ókunnugir inn á milli. Allir áttu þeir það þó sameiginlegt að vera gaurar, og samtals voru þeir 50, að mér meðtöldum það er að segja. Gaurar glaðir í bragði.Ari Páll Sjálfsgagnrýni gauranna Inni í bíósal númer tvö í Smárabíó höfðu verið teknar frá þrjár sætaraðir, G, H og J. Nokkuð góðar raðir, enda um það bil fyrir miðju. Stemningin var í algleymingi, enda var bið sem á tímum virtist endalaus nú loks á enda. Fyrir upphaf myndar var mikið klappað og hrópað, en þegar myndin var byrjuð var þó ekki fyrir neinum gauragangi að fara, enda mikilvægt að sýna öðrum bíógestum þá virðingu að hafa hljóð svo fólk gæti notið myndarinnar í friði og ró. Ég var með þeim í sal og var smá stressuð fyrst að stemmingin yrði þannig að karlaorka myndi taka yfir e-ð sem konur eiga , en svo höguðu þeir sér bara rosalega vel!— Tinna Eik (@tinna_eik) July 20, 2023 Ég veit að ég sagðist ekki ætla að ræða efni og inntak myndarinnar, en til að geta með góðu móti sagt frá stemningunni í salnum verð ég rétt að snerta á þessum atriðum. Það var á tímum sem skilaboð myndarinnar virðast hafa verið sniðin að hópum gaura sem þrífast í gauramenningu. Það voru atriði í myndinni sem hreinlega neyddu mann til að líta í spegilinn og stara djúpt í eigin gauraaugu, en ætli það sé ekki öllum gaurum hollt. Í það minnsta annað slagið. Það má þó ekki skilja það sem svo að myndin hafi ekki verið góð. Síður en svo. Hún var afar skemmtileg, falleg á að horfa og stórkostlega fyndin. Þrátt fyrir að erfitt sé að fá samdóma álit 50 gaura þá leyfi ég mér að segja að þetta hafi verið sameiginleg upplifun flestra. Ef einhver hinna 49 er ósammála þá getur viðkomandi sent inn skoðanagrein hér. Tvíeggja þrígaurar?Ari Páll Ekki sekúnda sem fór í súginn Að Barbie lokinni stóðu 50 gaurar upp og klöppuðu. Hvort sem það var vegna þess að myndin var jafn góð og lýst var hér að ofan, þeir höfðu opinberast og öðlast nýjan skilning á stöðu kynjanna, eða vegna þess að þeir höfðu varið saman ómetanlegri gæðastund, skal ósagt látið. Það liggur þó morgunljóst fyrir að gleðin var við völd og menn hæstánægðir með kvöldið. Kvöld sem var þó ekki búið enn, í það minnsta ekki hjá öllum. Á meðan einhverjir gauranna létu gott heita ákváðu aðrir að fara alla leið og klára Barbenheimer. Um 20 mínútna hlé á milli mynda var akkúrat nóg til að stökkva á salernið, rölta í sjoppuna og gera upp myndina með félögunum. Þó voru einhverjir sem ákváðu að taka hina svokölluðu „setu“ og standa ekki upp á milli mynda. Ég gerðist ekki svo frægur, en dáist engu að síður að hugrekki þeirra sem það kusu. Ég hugsa að ég stilli mig um að fara í ítarlegar lýsingar á upplifun minni af Oppenheimer, að öllu leyti nema því að mér þótti myndin afar góð. Dálítið löng og dálítið þung, en brjálæðislega flott. Ég var reyndar orðinn dálítið þreyttur þegar myndin kláraðist, en þá var klukkan farin að ganga tvö að nóttu. Ég hafði þá varið um sex klukkustundum í bíó. Það var þreyttur en afar ánægður blaðamannagaur sem gekk út í svalt næturloftið í Kópavogi, og sá ekki eftir einni sekúndu sem hann varði í bíó þetta kvöld. Þakklæti fyrir 49 aðra gaura var efst í huga, gleði yfir því að geta hitt þá og gert sér glaðan dag, og hamingja yfir því að enn er til fólk sem nennir að gera bíómyndir um eitthvað annað en ofurhetjur.
Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndahús Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira