Þjóðverjar höfðu nokkra yfirburði í leiknum sem lauk með 6-0 sigri þeirra þýsku. Í stöðunni 3-0 fyrir Þýskaland fékk Klara Buhl dauðafæri eftir frábært skil en skaut í stöngina.
„Kalt er það Klara,“ sagði Höddi. Albert Brynjar Ingason knattspyrnusérfræðingur deildi myndskeiði á Twitter og sagði draum vera að rætast, að heyra Hörð nota þennan frasa.
Draumur að rætast.
— Albert Ingason. (@Snjalli) July 24, 2023
Hörður Magnússon að henda í kalt er það Klara í beinni útsendingu. pic.twitter.com/OBFT4HSRsI
Hörður greip til sama frasa í grínþætti Steypustöðvarinnar fyrir fimm árum. Í þættinum lék hann sjálfan sig, lýsanda sem lætur sér ekki nægja að lýsa fótboltaleikjum heldur öllu því sem er að gerast í lífi hans.
Brot úr þættinum má sjá að neðan.