Þurfa að bíta á jaxlinn gegn beinskeyttum Írum í kvöld: „Þurfum að þora vera við sjálfir“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 09:34 Frá leik KA og Connah's Quay Nomad á Framvellinum fyrr í sumar. Stuðningsmenn KA fjölmenntu á völlinn í Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta er borubrattur fyrir fyrri leik liðsins gegn írska liðinu Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Norðanmenn þurfti að setja í næsta gír frá einvígi sínu í fyrstu umferðinni til að eiga möguleika. Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Leikið verður á Framvellinum í Úlfarsárdalnum í kvöld og á Írlandi að viku liðinni. „Þetta leggst hrikalega vel í okkur, þetta er flott lið sem við erum að fara mæta. Við erum ánægðir með að hafa farið áfram úr einvígi okkar við Connah's Quay Nomads og ættum að eiga fína möguleika ef við spilum vel á morgun.“ Einvígi KA við Connah's Quay Nomads, í fyrstu umferð undankeppninnar, lauk með samanlögðum 4-0 sigri Norðanmanna. „Núna þurfum við að spilja jafnvel eða betur en á móti Connah's Quay. Þetta Dundalk lið er líkamlega sterkt og á sama tíma eru þeir mjög beinskeyttir. Við höfum skoðað þeirra leikstíl og undirbúið okkur vel og vitum hverju við erum að fara mæta á morgun. Það sem við þurfum að gera er að vera við sjálfir, þora að spila okkar bolta og mæta þeim í návígunum. Það er lykilatriði fyrir okkur að fara með góða stöðu héðan úr fyrri viðureigninni til að eiga góða möguleika á Írlandi.“ Hallgrímur Jónasson er þjálfari KAHulda Margrét Frammistaðan hingað til gefur mönnum trú Frammistaða liðsins yfir tvo leiki á móti Connah's Quay Nomads hlýtur að gefa liðinu sjálfstraust fyrir komandi einvígi? „Já ég er sammála því og maður sá það á nokkrum af þeim leikmönnum, sem voru að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti, að þeir voru aðeins meira stressaðri en í leikjum deildarinnar hér heima. Nú er það bara farið og þetta fyrsta einvígi liðsins gefur því trú og menn mæta klárir frá fyrstu mínútu á morgun. Þetta Dundalk lið er gott en þetta er ekki lið sem er ómögulegt að vinna. Við vitum að ef við mætum vel til leiks og spilum okkar besta leik, þá eigum við góðan möguleika.“ Dundalk er sem stendur í 5. sæti írsku úrvalsdeildarinnar og hefur verið á góðri siglingu heima fyrir undanfarið. Allt öðruvísi en Shamrock Rovers Í aðdraganda einvígisins hefur borið á því að verið sé að bera liðið saman við Shamrock Rovers, topplið írsku deildarinnar sem lá í valnum í tvígang gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Komur írskra félagsliða hingað til lands hafa verið yfir meðallagi upp á síðkastið. Shamrock Rovers, topplið írsku úrvalsdeildarinnar, lá í valnum í tveggja leikja einvígi sínu við Íslandsmeistara BreiðabliksVísir/Pawel Cieslikiewicz Er þetta samanburður sem þú ert að lesa eitthvað mikið í? „Gæðalega séð eru þessi lið bara mjög svipuð held ég. Dundalk hefur þó unnið Shamrock Rovers í tvígang núna undanfarnar vikur en þetta Dundalk lið spilar allt öðruvísi en Shamrock Rovers. Þeir eru mun beinskeyttari, eru ekki þetta tiki-taka lið, sýna rosalega ákefð í sinni pressu og beita oftar löngum boltum. Þetta er því allt öðruvísi lið og þetta verða allt öðruvísi leikir en leikir Shamrock Rovers.“ Þurfa að bíta á jaxlinn Það er skammt stórra högga á milli hjá KA-mönnum. Liðið er á fullu í Evrópukeppni sem og heima fyrir og átti á mánudagskvöld hörkuleik gegn Keflvíkingum á útivelli sem vannst 4-3. Hvernig finnst þér leikmenn vera að takast á við álagið þessa dagana? „Jú bara ótrúlega vel. Við höfum unnið fjóra leiki í röð, það hefur gengið vel en þegar álagið verður svona mikið yfir lengri tíma þá fer það auðvitað að bíta í okkur. Við lentum í smá skakkaföllum í síðasta leik þegar að Ívar Örn meiddist en Rodri er orðinn góður af sínum meiðslum. Staðan er bara þokkalega góð þessa stundina og við náðum að rúlla aðeins á hópnum í síðasta leik. Svo er það líka bara undir leikmönnum komið að hugsa vel um sig á þessum vikum. Vera professional, hvíla sig og borða rétt. Svo þarf bara að bíta á jaxlinn, þú getur alveg hlupið meira en þú oft heldur. Menn þurfa bara vera klárir í að leggja vinnuna á sig.“ Leikur KA og Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan tíu mínútur í sex.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira