Umfangsmikil slökkvistörf eru nú í gangi við skipið. Í frétt BBC segir að björgunaraðilar sjái fram á að nokkrir dagar séu þar til eldurinn slokkni að fullu. Þá sé það forðast að sprauta of miklu vatni á skipið til þess að það sökkvi ekki.
Þá segir að áhöfn skipsins hafi í fyrstu reynt að slökkva eldinn án árangurs. Þau hafi þá neyðst til þess að flýja skipið. Sjö meðlimir áhafnarinnar stukku fram af skipinu, þrjátíu metra.
Skipið hélt af stað frá borginni Bremerhaven í norður Þýskalandi um þrjúleytið í gær. Ferðinni var heitið til borgarinnar Port Said í Egyptalandi. Tilkynnt var um eldinn í morgun og standa aðgerðir slökkviliðs enn yfir.