Innlent

Yfir­­gnæfandi meiri­hluti presta styðji Agnesi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Athygli vakti í vikunni þegar forseti kirkjuþings sagðist ekki hafa vitað af ráðningarsamningi Agnesar M. Sigurðardóttur fyrr en nýlega. 
Athygli vakti í vikunni þegar forseti kirkjuþings sagðist ekki hafa vitað af ráðningarsamningi Agnesar M. Sigurðardóttur fyrr en nýlega.  Vilhelm/Eva Björk Valdimarsdóttir

Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. 

„Vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga viljum við taka fram að við styðjum Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups Íslands,“ segir í ályktun Prestafélags Íslands sem samþykkt var í gær. 

Málið kirkjuþingsins að leysa

Í samtali við Vísi segir Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður félagsins, að ályktunin hafi verið lögð fram í Facebook hópi félagsins og að yfirgnæfandi meirihluti starfandi presta hafi lýst yfir stuðningi á hendur Agnesi.

„Við erum ekki að taka afstöðu til umboðsins, þessara lagaflækja sem hafa komið upp. Það er eitthvað sem kirkjuþingið þarf að leysa,“ segir Eva. Hún segir Agnesi njóta trausts prestafélagsins og prestastéttarinnar.

Aðspurð segir hún fulla ástæðu til þess að kirkjuþing komi saman og ræði ráðningarmál Agnesar, og breyti reglunum ef gat hefur skapast í þeim í kjölfar breytinga í tengslum við samband ríkis og kirkju. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×