Margt breytt í Færeyjum frá frægri heimsókn Jóhönnu Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júlí 2023 22:01 Guðmundur Ingi á Hinsegin dögum í Færeyjum í vikunni. Mynd/Aðsend Hinsegin dagar fóru fram í Færeyjum í vikunni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í hátíðinni og segir hana hafa gengið vel. „Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“ Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“
Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent