Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 13:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, sem nú stefnir í að takist harðar á en áður, með kosningar í huga. Það er þrátt fyrir að innan við tvö ár séu frá síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. Í könnun sem prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí mælist Samfylkingin langstærst flokka, með 27,4 prósent fylgi. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn, með 16,1 prósent, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Stjórnmálafræðiprófessor segir könnunina sýna ýkta útgáfu af þeirri þróun sem verið hefur. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi „Það er kannski erfitt að sjá fyrir að svona niðurstaða gæti komið út úr kosningum sjálfum. Ég hef nú ekki endilega trú á því,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Aðrar kannanir þurfi að staðfesta að munurinn á flokkunum tveimur sé jafn mikill og þarna, áður en hægt sé að slá nokkru föstu um það. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tveir mælast báðir með rúmlega sjö prósent fylgi. Ríkisstjórnin er þannig með rúmlega 30 prósent fylgi í könnuninni. Staða sem Eiríkur telur afar þrönga fyrir ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann segist telja að ríkisstjórnarflokkarnir reimi senn á sig kosningaskóna.Vísir/Vilhelm „Fylgisfall ríkisstjórnarflokkanna gerir það að verkum að þeir munu núna ólmast sem sjaldan fyrr, í því að reyna að klóra til baka það fylgi sem hefur tapast.“ Þannig megi gera ráð fyrir að ágreiningur og átök milli stjórnarflokkanna muni aukast þegar líður á haustið og upptaktur nýrrar kosningabaráttu fari að hefjast. Kosningahamur sé að færast á pólitíkina. „Þannig að það er í vændum, myndi ég halda, einhvers konar átakavetur í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Engin stór mál á döfinni Ríkisstjórnin sé að mörgu leyti stjórn um ríkjandi ástand. „Ríkisstjórn sem er þetta breið, hún gerir ekki mjög afgerandi breytingar á samfélaginu. Það hefur sýnt sig að hún hefur ekki náð að berja í gegn einhverjum stórum breytingamálum. Raunar er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa stýrt sínum ráðuneytum hver fyrir sig, og ekki alltaf í mjög þéttu samráði við samstarfsflokkana,“ segir Eiríkur. Því búist hann ekki við því að stórar lagabreytingar verði gerðar það sem eftir lifir kjörtímabils. Hann á raunar von á því að minni mál geti orðið stjórninni meiri þrætuepli en áður. „Við vorum farin að sjá þetta fyrir allnokkru, að þau mál sem koma upp valda meiri ágreiningi milli flokkanna heldur en áður. Vegna þess að flokkarnir eru komnir með annað augað á komandi kosningar. Þá munu mál, jafnvel þó þau virðist léttvæg, valda meiri ágreiningi. Og það er vegna þessarar stöðu flokkanna, og þeir munu þá reyna að stilla sér fram í aðdraganda nýrra kosninga,“ segir Eiríkur. Áframhaldandi samstarf ekki spennandi Engin teikn séu þó á lofti um að stjórnin komi til með að falla. „Svo virðist sem allir þrír flokkarnir ætli sér að klára kjörtímabilið, en þegar styttist í annan endann þá er minni áhersla á samstarfið sem slíkt og meiri á sérkenni hvers flokks fyrir sig.“ Það eru innan við tvö ár frá kosningum, er þetta ekki heldur snemmt? „Jú, kannski að einhverju leyti. En eðli samstarfsins er þess háttar að flokkarnir þurfa að hugsa betur um framhaldið. Það er ekki mjög líklegt að þessi flokkar myndu vilja endurnýja þetta samstarf ef þeir hlytu fylgi til þess. Síðan er þetta líka bara tími kosninganna. Þær voru að hausti síðast, og það má mögulega gera ráð fyrir að þeim verði flýtt inn á vorið, þannig að þetta gæti orðið aðeins styttra kjörtímabil en strangt til tekið er gefið til kynna.“ Eiríkur segist þó ekki viss um að kosningunum verði flýtt. Það hljóti þó að koma til umræðu, þar sem kosningar að vori teljist almennt betri fyrir taktinn í stjórnmálunum. „Þannig að það getur verið að við séum að sjá fyrri upptakt að kosningum. En það er líka staða flokkanna, þessi ótrúlega þrönga staða sem þeir eru í, sem framkallar þetta.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Í könnun sem prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí mælist Samfylkingin langstærst flokka, með 27,4 prósent fylgi. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn, með 16,1 prósent, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Stjórnmálafræðiprófessor segir könnunina sýna ýkta útgáfu af þeirri þróun sem verið hefur. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi „Það er kannski erfitt að sjá fyrir að svona niðurstaða gæti komið út úr kosningum sjálfum. Ég hef nú ekki endilega trú á því,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Aðrar kannanir þurfi að staðfesta að munurinn á flokkunum tveimur sé jafn mikill og þarna, áður en hægt sé að slá nokkru föstu um það. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir tveir mælast báðir með rúmlega sjö prósent fylgi. Ríkisstjórnin er þannig með rúmlega 30 prósent fylgi í könnuninni. Staða sem Eiríkur telur afar þrönga fyrir ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann segist telja að ríkisstjórnarflokkarnir reimi senn á sig kosningaskóna.Vísir/Vilhelm „Fylgisfall ríkisstjórnarflokkanna gerir það að verkum að þeir munu núna ólmast sem sjaldan fyrr, í því að reyna að klóra til baka það fylgi sem hefur tapast.“ Þannig megi gera ráð fyrir að ágreiningur og átök milli stjórnarflokkanna muni aukast þegar líður á haustið og upptaktur nýrrar kosningabaráttu fari að hefjast. Kosningahamur sé að færast á pólitíkina. „Þannig að það er í vændum, myndi ég halda, einhvers konar átakavetur í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Engin stór mál á döfinni Ríkisstjórnin sé að mörgu leyti stjórn um ríkjandi ástand. „Ríkisstjórn sem er þetta breið, hún gerir ekki mjög afgerandi breytingar á samfélaginu. Það hefur sýnt sig að hún hefur ekki náð að berja í gegn einhverjum stórum breytingamálum. Raunar er það þannig að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa stýrt sínum ráðuneytum hver fyrir sig, og ekki alltaf í mjög þéttu samráði við samstarfsflokkana,“ segir Eiríkur. Því búist hann ekki við því að stórar lagabreytingar verði gerðar það sem eftir lifir kjörtímabils. Hann á raunar von á því að minni mál geti orðið stjórninni meiri þrætuepli en áður. „Við vorum farin að sjá þetta fyrir allnokkru, að þau mál sem koma upp valda meiri ágreiningi milli flokkanna heldur en áður. Vegna þess að flokkarnir eru komnir með annað augað á komandi kosningar. Þá munu mál, jafnvel þó þau virðist léttvæg, valda meiri ágreiningi. Og það er vegna þessarar stöðu flokkanna, og þeir munu þá reyna að stilla sér fram í aðdraganda nýrra kosninga,“ segir Eiríkur. Áframhaldandi samstarf ekki spennandi Engin teikn séu þó á lofti um að stjórnin komi til með að falla. „Svo virðist sem allir þrír flokkarnir ætli sér að klára kjörtímabilið, en þegar styttist í annan endann þá er minni áhersla á samstarfið sem slíkt og meiri á sérkenni hvers flokks fyrir sig.“ Það eru innan við tvö ár frá kosningum, er þetta ekki heldur snemmt? „Jú, kannski að einhverju leyti. En eðli samstarfsins er þess háttar að flokkarnir þurfa að hugsa betur um framhaldið. Það er ekki mjög líklegt að þessi flokkar myndu vilja endurnýja þetta samstarf ef þeir hlytu fylgi til þess. Síðan er þetta líka bara tími kosninganna. Þær voru að hausti síðast, og það má mögulega gera ráð fyrir að þeim verði flýtt inn á vorið, þannig að þetta gæti orðið aðeins styttra kjörtímabil en strangt til tekið er gefið til kynna.“ Eiríkur segist þó ekki viss um að kosningunum verði flýtt. Það hljóti þó að koma til umræðu, þar sem kosningar að vori teljist almennt betri fyrir taktinn í stjórnmálunum. „Þannig að það getur verið að við séum að sjá fyrri upptakt að kosningum. En það er líka staða flokkanna, þessi ótrúlega þrönga staða sem þeir eru í, sem framkallar þetta.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?