Onana æfur út í Maguire í tapinu í Vegas Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 07:31 André Onana lék sinn annan æfingaleik fyrir Manchester United í nóttt, gegn Dortmund. Getty/Matthew Ashton Manchester United varð að sætta sig við 3-2 tap gegn Dortmund í nótt í síðasta vináttuleik sínum í Bandaríkjunum, á undirbúningstímabilinu fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira
Ensku miðlarnir, þar á meðal BBC, beina margir athyglinni að samskiptum nýja markvarðarins í liði United, André Onana, og miðvarðarins Harry Maguire í leiknum. Onana hraunaði nefnilega yfir Maguire í byrjun seinni hálfleiks, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, eftir að Dortmund fékk dauðafæri í kjölfar slæmrar sendingar Maguire á Christian Eriksen. New #ManUtd keeper Andre Onana vented his fury at Harry Maguire during United's Las Vegas defeat against Borussia Dortmund. #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2023 BBC segir að þessi 27 ára kamerúnski markvörður sé þekktur fyrir að láta liðsfélagana heyra það þegar svo ber undir, og á því fékk Maguire að kenna eftir að Onana hafði þó varið skot Sebastian Haller úr dauðafæri. Maguire sleppti því að svara Onana, öfugt við Brandon Williams sem í fyrri hálfleik svaraði Tom Heaton fullum hálsi þegar markvörðurinn virtist kenna Williams um annað mark Dortmund. Andre Onana screaming at Harry Maguire! pic.twitter.com/cmtsgMussV— Football Transfers (@Transfersdotcom) July 31, 2023 Mörkin þrjú sem United fékk á sig mætti skrifa á einstaklingsmistök varnarmanna og Williams bar vissulega ábyrgð á fyrsta marki Dortmund, sem Donyell Malen skoraði, en seinna mark Malen kom eftir að Victor Lindelöf hafði spilað boltanum frá sér. Malen skoraði mörkin með mínútu millibili undir lok fyrri hálfleiks og kom Dortmund í 2-1, eftir að Diogo Dalot kom United yfir. Antony jafnaði metin fyrir United snemma í seinni hálfleik en Youssoufa Moukoko skoraði svo sigurmark Dortmund, eftir mistök Aarons Wan-Bissaka. United-menn halda nú heim til Englands og spila næsta vináttuleik gegn franska liðinu Lens á Old Trafford á laugardaginn, og svo gegn Athletic Bilbao í Dublin á sunnudag, áður en United mætir Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Sjá meira