Innlent

Biðst af­sökunar á því að hafa ráðið Agnesi

Árni Sæberg skrifar
Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings.
Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings. Vísir/Arnar

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hefur sent formanni kjörstjórnar kirkjuþings, bréf þar sem hún biðst afsökunar á því að hafa gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.

Í bréfi Drífu til Önnu Mjallar Karlsdóttur, formanns kjörstjórnar, segir að hún hafi opinberlega gengist við þeirri yfirsjón sinni að hafa gert samkomulag við biskup Íslands árið 2022, rétt eftir kirkjuþingskosningar, áður en kirkjuþing kom saman.

Það segist hún hafa gert til þess að freista þess að leysa úr réttaróvissu um umboð sr. Agnesar M. Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups Íslands.

„Ég bið afsökunar á þessum mistökum, sem ég ber ein ábyrgð á,“ segir hún.

Þá segir hún að í ljósi stöðunnar telji hún rétt að kjörstjórn hefji þegar undirbúning að kjöri biskups Íslands í samræmi við gildandi lög og starfsreglur kirkjuþings.


Tengdar fréttir

Viður­kennir mis­tök en furðar sig á felu­leik biskups

Forseti kirkjuþings segist hafa gert mistök þegar hann gerði samkomulag við biskup um að starfstími hans yrði framlengdur um eitt ár. Biskup hefði átt að láta vita af því að á sama tíma væri verið að gera við hann ráðningarsamning til meira en tveggja ára hjá Biskupsstofu.

Yfir­­gnæfandi meiri­hluti presta styðji Agnesi

Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. 

Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum

Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×