Voru sammála um að Þjóðhátíð væri besta partý sögunnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 17:00 Arnar Gauti og Darri Tryggvason notast við listamannsnöfnin Disco Curly og Háski. Þeir voru að gefa út lagið Besta Partý Ever. Aðsend Tónlistarmennirnir Háski og Disco Curly voru að senda frá sér lagið „Besta Partý Ever“ sem fjallar einfaldlega um alvöru partý. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Blaðamaður ræddi við Arnar Gauta sem gengur undir listamannsnafninu Disco Curly og fékk að heyra nánar frá laginu. „Lagið kom út frá því að við vorum að pæla hvernig við gætum gert tribute lag til Þjóðhátíðar, þar sem enginn hefur gert það áður. Við vorum að kasta á milli hugmyndum um hvað það ætti að fjalla og svo bara small þetta. Við erum miklir stemningsmenn og elskum að vera í góðra vina hóp. Við vorum sammála um að Þjóðhátíð í Eyjum væri besta partý sem við höfðum farið í og í rauninni alveg galið gott concept fyrir partý.“ Strákarnir tóku lagið í Vestmannaeyjum um helgina og segja stemninguna hafa verið gríðarlega. Hægt er að hlusta á Besta Partý Ever í spilaranum hér að neðan: Klippa: Háski & Disco Curly - Besta Partý Ever Það var mikil Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum í dag en FM957 stökk upp í fyrsta sæti listans með lagin í Dalinn. Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúletta og Emmsjé Gauti í því þriðja með Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn í spilara: Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Arnar Gauta sem gengur undir listamannsnafninu Disco Curly og fékk að heyra nánar frá laginu. „Lagið kom út frá því að við vorum að pæla hvernig við gætum gert tribute lag til Þjóðhátíðar, þar sem enginn hefur gert það áður. Við vorum að kasta á milli hugmyndum um hvað það ætti að fjalla og svo bara small þetta. Við erum miklir stemningsmenn og elskum að vera í góðra vina hóp. Við vorum sammála um að Þjóðhátíð í Eyjum væri besta partý sem við höfðum farið í og í rauninni alveg galið gott concept fyrir partý.“ Strákarnir tóku lagið í Vestmannaeyjum um helgina og segja stemninguna hafa verið gríðarlega. Hægt er að hlusta á Besta Partý Ever í spilaranum hér að neðan: Klippa: Háski & Disco Curly - Besta Partý Ever Það var mikil Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum í dag en FM957 stökk upp í fyrsta sæti listans með lagin í Dalinn. Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúletta og Emmsjé Gauti í því þriðja með Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn í spilara:
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira