Rapp fyrir klúbbinn
Lagið kom út 14. júlí síðastliðinn og hefur fikrað sig jafnt og þétt upp listann síðan þá. Blaðamaður ræddi við Árna Pál sem segist alltaf gera hlutina af fullum krafti, annars geti hann alveg eins sleppt því.
„Lagið er bara ofpeppun. Mig langaði að gera rapp fyrir klúbbinn. Við Þormóður erum búnir að sitja á grunninum af laginu í einhver tvö ár. Ég endaði svo á að smíða þetta concept. All in eða ekki, bara let's go eða sleppum þessu.“
Með efstu tvö lög vikunnar
Strákasveitin Iceguys skipar annað sæti Íslenska listans á FM í þessari viku en Herra Hnetusmjör er einmitt meðlimur sveitarinnar ásamt Friðriki Dór, Jóni Jónssyni, Rúriki Gíslasyni og Aroni Can. Lagið þeirra Krumla situr einnig á listanum í þessari viku en tónlistarmyndband við lagið hefur fengið gríðarlega mikið áhorf. Þeir fluttu bæði lög á stóra sviðinu í Herjólfsdal um síðustu helgi.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: