Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 15:45 Björgvin Karl Guðmundsson var mjög flottur í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum. CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum.
CrossFit Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira