Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 08:01 Bergrós Björnsdóttir sést hér á verðlaunapallinum og að sjálfsögðu með íslenska fánann. Með henni eru Lucy McGonigle og Trista Smith. Instagram/@crossfitgames Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum. CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum.
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira