Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir gefur hér unga aðdáandanum áritun í gær. @crossfitgames Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira
CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Sjá meira