Annie Mist Þórisdóttir er að missa dampinn eftir góða byrjun. Hún varð aðeins í 25. sæti í fyrstu greininni í dag og datt við það niður í tólfta sæti úr því sjöunda.
Katrín Tanja Davíðsdóttir var aftur á móti í banastuði og varð önnur í greininni. Hún var í 15. sæti en stökk upp í það tíunda með þessari frábæru byrjun á deginum.
Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í karlaflokki og féll við það úr sjötta sæti niður í það sjöunda.
Keppnin heldur áfram á eftir og er bein útsending á Vísi.