Fótbolti

Tap hjá Jóni Degi og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Dagur í leik með Leuven.
Jón Dagur í leik með Leuven. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í belgíska liðinu OH Leuven máttu sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli í kvöld.

Þá lá liðið, 1-2, gegn RWDM.

Leuven komst yfir á 18. mínútu með marki frá Sebastiao Sagrado og þannig stóðu leikar nánast fram að hálfleik.

Þá náði Mickael Biron að jafna metin fyrir RWDM og hann skoraði svo sigurmark leiksins úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Jón Dagur spilaði allan leikinn í dag fyrir sitt lið sem er með eitt stig eftir tvo leiki í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×