Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 22:01 Rick er með yfir milljón fylgjendur á facebook. Facebook Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. „Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni. Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið
„Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni.
Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið