Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 13:54 Eras-tónleikaferðalag Taylor Swift hefur notið gríðarlega vinsælda enda á hún stóran fylgjendahóp sem gengur jafnan undir nafninu Swifties. Getty/Terry Wyatt Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15
Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46