Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 16:51 Íslenskir skátar reyndu að láta mikinn hita ekki á sig fá og stóðu vaktina í Íslandstjaldinu. Bandalag íslenskra skáta Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda. Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda.
Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira