Lífið samstarf

Snyrti­vörurnar frá Nikki Tutori­als eru mættar til landsins

Elira
Aðdáendur Nikki de Jager er hafa beðið í mörg ár eftir að hún gefi út sína eigin förðunarlínu. Nú er sú bið loks á enda og hefur línan hlotið einstaklega góða dóma. Förðunarlínan fæst í Eliru í Smáralind.
Aðdáendur Nikki de Jager er hafa beðið í mörg ár eftir að hún gefi út sína eigin förðunarlínu. Nú er sú bið loks á enda og hefur línan hlotið einstaklega góða dóma. Förðunarlínan fæst í Eliru í Smáralind.

Snyrtivöruverslunin Elira býður upp á hágæða húð-og förðunarvörur ásamt einstakri þjónustu í fallegri verslun í Smáralind.

„Nú eru snyrtivörurnar frá Nikki Tutorials mættar til landsins,“ segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Eliru. „Förðunarfræðingurinn Nikki de Jager er best þekkt fyrir Youtube rás sína Nikkie Tutorials. Þar er hún með yfir 13 milljónir fylgjenda sem fylgjast með henni gera alveg einstaka hluti með förðunarburstana að vopni. Allt frá vængjuðum eyeliner yfir í bláan víbrandi augnskugga og sýnir hún á skemmtilegan hátt frá hinum ýmsum förðunar „trendum“. Árið 2017 var hún valin ein af topp tíu áhrifamestu áhrifavöldum heimsins af tímaritinu Forbes.“

Vörur sem undirbúa húðina

Aðdáendur Nikki hafa beðið þess í mörg ár að hún gefi út sína eigin förðunarlínu. Nú er sú bið loks á enda og hefur línan hlotið einstaklega góða dóma segir Rakel. „Með línunni leggur Nikki áherslu á að undirbúa húðina vel áður en farði er borinn á hana. Línan inniheldur rakakrem sem er sérstaklega hannað til að ná fallegri áferð og ljóma undir farða, andlitsserum sem gefur húðinni einstakan ljóma og frískleika auk kælandi augnkrems sem dregur úr þrota og veitir góðan raka.“

Nýjustu viðbæturnar í línunni eru augnskuggapalletta með þéttum og fallegum litum sem haldast vel og falla ekki niður og varagloss með einstökum glans.

Allar vörur og innihaldsefni í línunni eru „cruelty free“ sem þýðir að vörur og innihaldsefni voru ekki prófuð á dýrum. Nokkrar vörur innihalda þó hunang eða silki.

Nimya vörurnar frá Nikki Tutorial fást í versluninni Eliru í Smáralind.

Viftan sem breytir leiknum

Varan sem hefur sett förðunarheiminn á hliðina er viftan sem kom samhliða setting spreyinu og er notuð til að fá spreyið og aðrar vörur til að þorna á örskotsstundu.

Viftan sem kom samhliða setting spreyinu hefur sett förðunarheiminn á hliðina. 

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta mikilvæg

Nimya vörurnar frá Nikki Tutorial færðu í versluninni Eliru í Smáralind. Snyrtivöruverslunin hefur verið starfrækt í tvö ár og leggur áherslu á ráðgjöf og góða þjónustu. „Úrvalið af húð- og snyrtivörum er mikið í dag og aðgengi að allskonar upplýsingum ótæmandi. Því er mikilvægt að geta fengið faglega ráðgjöf um innihald og rétta notkun húð- og förðunarvara. Hér í Eliru vinna eingöngu lærðir snyrtifræðingar og förðunarfræðingar og við bjóðum einungis upp á hágæða snyrtivörur og förðunarvörur ásamt persónulegri þjónustu,“ segir Rakel.

„Úrvalið af húð- og snyrtivörum er mikið í dag og aðgengi að allskonar upplýsingum ótæmandi. Því er mikilvægt að geta fengið faglega ráðgjöf um innihald og rétta notkun húð- og förðunarvara“ segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Eliru.

Verslunin selur einnig snyrtivörur frá Chanel, Augustinus Bader, Dr. Barbara Sturm, RMS Beauty og Comfort Zone svo eitthvað sé nefnt.

Nánar á elira.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×