Erlent

Sex látin eftir skógar­elda á Havaí

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Búist er við að tala látinna muni hækka. 
Búist er við að tala látinna muni hækka.  AP

Sex manns hafa látist og margir slasast eftir að skógareldar brutust út á havaísku eyjunni Maui í gær. 

Í frétt BBC segir að fjöldi fólks sé símasambandslaust vegna eldanna sem dreifast hratt vegna mikilla vinda, og rafmagnslaust sé hjá minnst tólf þúsund manns. Að auki hafi mikill fjöldi fólks flúið heimili sín, vegir séu víða lokaðir og neyðarskýli hafi verið opnuð. 

Þá segir að björgunaraðgerðir standi enn yfir og búist sé við að tala látinna muni hækka. Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni í Bandaríkjunum hafi tólf manns, sem reyndu að flýja eldana með því að hlaupa ofan í sjó, verið bjargað síðan eldarnir hófust. 

Fjögur þúsund ferðamenn reyna nú að flýja eyjuna sem er vinsæll ferðamannastaður. Neyðarákall hefur verið undirritað þar sem biðlað er til ferðamanna að koma ekki til eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×