Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:16 Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í fyrra og á því titil að verja. mynd/seth@golf.is Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira