Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:16 Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í fyrra og á því titil að verja. mynd/seth@golf.is Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira