Mikil gróðureldar geisa á næststærstu eyju á Hawaii og hafa að minnst 53 farist í þeim.
Stærsti hluti þorpanna á Lahaina eyðilögðust og allt nærumhverfið á um sárt að binda. Það er búist við því að fjöldi þeirra sem dóu eigi líka eftir að hækka.
Morikawa er ættaður frá þessum slóðum en hann er að fara keppa í FedEx Cup úrslitakeppninni.
Morikawa lofar að gefa þúsund dollara á hvern fugl í hjálparstarfið á Maui en það eru um 132 þúsund í íslenskum krónum.
„Maui á sérstakan stað í hjarta mínu því afi minn átti veitingastað á Front Street í Lahaina sem var kallaður The Morikawa Restaurant. Fólkið á Hawaiieyjum þarf á allri þeirri hjálp að halda sem við getum veitt þeim. Á meðan ég spila í úrslitakeppninni þá mun ég gefa þúsund dollara á hvern fugl,“ skrifaði Collin Morikawa á Instagram.