Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 07:58 Íbúar Lahaina horfðu á eldinn nálgast bæinn á þriðjudag. Nú eru að minnsta kosti 53 látnir og tala látinna mun líklega hækka enn frekar. AP/Alan Dickar Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Hawaii er með eitt stærsta samþætta utandyra-viðvörunarkerfi í heiminum, með um 400 sírenur dreifðar um eyjar eyjaklasans. Fjöldi íbúa Lahaina segjast hins vegar ekki hafa heyrt í neinum sírenum og aðeins gert sér grein fyrir hættunni þegar þau sáu eldinn koma og heyrðu í sprengingum. Lahaina er rústir einar eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Adam Wintraug, fulltrúi almannavarna Hawaii, sagði í viðtali við AP á fimmtudag að gögn almannavarna sýni að viðvörunarkerfi Maui hafi ekki farið af stað. Hins vegar hafi sýslan sent viðvaranir til fólks í síma, sjónvörp og útvörp. Það er þó ekki ljóst hvort þessar viðvaranir bárust áður en bærinn missti bæði símasamband og rafmagn sem rauf flestar samskiptaleiðir til bæjarins. Fámennt slökkvilið gæti einnig hafa heft slökkviliðsstarf á Maui að sögn Bobby Lee, forseta Slökkviliðsmannasambands Hawaii. Einungis 65 slökkviliðsmenn væru að störfum í Maui-sýslu hverju sinni og bæru þeir ábyrgð á þremur eyjum, Maui, Molokai og Lanai. Sömuleiðis væri enginn hinna þrettán slökkvibíla slökkviliðsins hannaður fyrir utanvegaakstur. Það gerði þeim erfiðara fyrir að slökkva elda í gróðri. Eyðileggingin á Lahaina er algjör eftir gróðureldana.AP/Tiffany Kidder Winn Banvænustu náttúruhamfarir í áratugi Gróðureldarnir á Lahaina kviknaði vegna þurrs sumars og sterkra vinda frá fellibyl sem fór framhjá eyjunni. Eldurinn dreifði hratt úr sér og lagði bæinn í rúst á stuttum tíma. Eldarnir eru stærstu náttúruhamfarir Hawaii síðan 1960 þegar flóðbylgja varð 61 að bænum á stærstu eyju klasans. Nú þegar eru 53 látnir og sagði Josh Green, ríkisstjóri Hawaii, að tala látinna myndi líklega fara hækkandi eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðir halda áfram. „Lahaina, fyrir utan nokkrar undantekningar, hefur verið brennd til grunna,“ sagði Green eftir að hafa gengið um rústir bæjarins á fimmtudagsmorgun. „Án efa líður manni eins og sprengju hafi verið varpað á Lahaina.“ Eldurinn á Lahaina er banvænasti gróðureldur Bandaríkjanna síðan 2018 þegar 85 létust í gríðarlega miklum gróðureldum í Kaliforníu.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38