Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:16 Fjölmiðillinn Marion County Record er í eigu mæðginanna Joan og Eric Meyer. Joan lést á laugardag eftir að umfangsmikil húsleit var gerð á heimili hennar. Getty Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi. Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira