Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:16 Fjölmiðillinn Marion County Record er í eigu mæðginanna Joan og Eric Meyer. Joan lést á laugardag eftir að umfangsmikil húsleit var gerð á heimili hennar. Getty Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi. Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira