Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu: „Geta orðið miklar sviptingar“ Aron Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2023 12:00 Hlynur Geir Hjartarson átti skínandi dag í gær og leiðir Íslandsmótið í karlaflokki fyrir lokahringinn GSÍ Lokadagur Íslandsmótsins í golfi er runninn upp og í dag verða krýndir nýir Íslandsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki. Keppnin er hörð, fá högg sem skilja á milli efstu kylfinga og hefur mótið gengið eins og í sögu að sögn Brynjars Eldon Geirssonar, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands. Þetta árið fer Íslandsmótið fram á Urriðavelli í Garðabænum og óhætt er að segja að aðstæður hafi verið, og séu, eins og best verði á kosið. „Mótið hefur gengið framar vonum. Veðrið hefur leikið við okkur á þessum keppnisdögum og þá er Urriðavöllur upp á sitt besta,“ segir Brynjar Eldon í samtali við Vísi. „Þetta er völlur sem hefur átt erfitt uppdráttar, líkt og margir vellir hér á landi, út af tíðinni en ég get með sanni sagt að völlurinn sem verið er að bjóða upp á er stórkostlegur, alveg til fyrirmyndar. Við vonumst bara til þess að fólk geri sér ferð hingað upp eftir, sjái völlinn í besta búning og beri okkar frábæru kylfinga augum. Spilamennskan hefur verið frábær á mótinu og það eru að falla vallarmet hérna dag eftir dag. Ég hugsa að það verði ekkert annað upp á teningnum í dag.“ Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.vísir/eyþór Gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að komast inn á keppendalista Íslandsmótsins. Alls skráðu sig 200 til leiks en aðeins 153 komust inn á keppendalistann og aldrei hafa jafnmargar konur verið á meðal keppenda, alls 48, og er þetta annað árið í röð sem met er slegið yfir fjölda keppenda í kvennaflokki. Á höttunum eftir sínum fyrstu Íslandsmeistaratitlum Spennan er mikil, bæði í karla- og kvennaflokki nú þegar að efstu kylfingar að loknum þriðja keppnisdegi eru við það að halda út á sinn lokahring. Fyrir lokahringinn var Hlynur Geir Hjartarson með fjögurra högga forystu í karlaflokki á alls tíu höggum undir pari. Hlynur er á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli líkt og Ragnhildur Kristinsdóttir sem var með tveggja högga forystu fyrir hring dagsins á alls tveimur höggum undir pari í kvennaflokki. „Ég sé fram á mjög mikla spennu í báðum flokkum. Urriðavöllur er nú bara þannig uppbyggður að það geta orðið miklar sviptingar á fáum holum. Þetta er svona golfvöllur sem refsar þér fyrir slæm högg. Maður finnur það nú þegar að spennan meðal kylfinga er orðin mjög mikil og þá getur allt gerst. Það verða taugar þandar til hins ítrasta í dag, það er alveg ljóst.“ Kjörið að njóta blíðunnar á Urriðavelli Brynjar Eldon hvetur fólk til þess að gera sér ferð á Urriðavöll í veðurblíðunni sem er ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu í dag og fylgjast með okkar bestu kylfingum berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Það kostar ekkert inn og þetta er mjög vel skipulagt og aðgengilegt fyrir áhorfendur. Við erum með fjöldann allan af sjálfboðaliðum sem vísar fólki um svæðið og þá er mjög gott stígakerfi um allan völlinn og auðvelt fyrir hvern sem er að koma og fylgjast með. Þá er frábært veitingasala hérna og allt til alls. Ekki vera feimin við að láta sjá ykkur, kjörið að njóta veðurblíðunnar hér.“ Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta árið fer Íslandsmótið fram á Urriðavelli í Garðabænum og óhætt er að segja að aðstæður hafi verið, og séu, eins og best verði á kosið. „Mótið hefur gengið framar vonum. Veðrið hefur leikið við okkur á þessum keppnisdögum og þá er Urriðavöllur upp á sitt besta,“ segir Brynjar Eldon í samtali við Vísi. „Þetta er völlur sem hefur átt erfitt uppdráttar, líkt og margir vellir hér á landi, út af tíðinni en ég get með sanni sagt að völlurinn sem verið er að bjóða upp á er stórkostlegur, alveg til fyrirmyndar. Við vonumst bara til þess að fólk geri sér ferð hingað upp eftir, sjái völlinn í besta búning og beri okkar frábæru kylfinga augum. Spilamennskan hefur verið frábær á mótinu og það eru að falla vallarmet hérna dag eftir dag. Ég hugsa að það verði ekkert annað upp á teningnum í dag.“ Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.vísir/eyþór Gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að komast inn á keppendalista Íslandsmótsins. Alls skráðu sig 200 til leiks en aðeins 153 komust inn á keppendalistann og aldrei hafa jafnmargar konur verið á meðal keppenda, alls 48, og er þetta annað árið í röð sem met er slegið yfir fjölda keppenda í kvennaflokki. Á höttunum eftir sínum fyrstu Íslandsmeistaratitlum Spennan er mikil, bæði í karla- og kvennaflokki nú þegar að efstu kylfingar að loknum þriðja keppnisdegi eru við það að halda út á sinn lokahring. Fyrir lokahringinn var Hlynur Geir Hjartarson með fjögurra högga forystu í karlaflokki á alls tíu höggum undir pari. Hlynur er á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli líkt og Ragnhildur Kristinsdóttir sem var með tveggja högga forystu fyrir hring dagsins á alls tveimur höggum undir pari í kvennaflokki. „Ég sé fram á mjög mikla spennu í báðum flokkum. Urriðavöllur er nú bara þannig uppbyggður að það geta orðið miklar sviptingar á fáum holum. Þetta er svona golfvöllur sem refsar þér fyrir slæm högg. Maður finnur það nú þegar að spennan meðal kylfinga er orðin mjög mikil og þá getur allt gerst. Það verða taugar þandar til hins ítrasta í dag, það er alveg ljóst.“ Kjörið að njóta blíðunnar á Urriðavelli Brynjar Eldon hvetur fólk til þess að gera sér ferð á Urriðavöll í veðurblíðunni sem er ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu í dag og fylgjast með okkar bestu kylfingum berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Það kostar ekkert inn og þetta er mjög vel skipulagt og aðgengilegt fyrir áhorfendur. Við erum með fjöldann allan af sjálfboðaliðum sem vísar fólki um svæðið og þá er mjög gott stígakerfi um allan völlinn og auðvelt fyrir hvern sem er að koma og fylgjast með. Þá er frábært veitingasala hérna og allt til alls. Ekki vera feimin við að láta sjá ykkur, kjörið að njóta veðurblíðunnar hér.“
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira