Um ræðir einbýlishús á tveimur hæðum með rúmgóðum bílskúr og möguleika á aukaíbúð á neðri hæð. Húsið er í eigu Guðjóns Valdimarssonar vopnasala og Ingunnar Þorsteinsdóttur, eiginkonu hans. Baðherbergi í húsinu eru þrjú og svefnherbergin eru fjögur. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi með tilheyrandi innréttingum.
Bílskúr sem innangengt er í úr holi er rúmlega 36 fermetrar að stærð. Stórt líkamsræktarherbergi er í húsinu auk tveggja geymslna. Rúmgóða og bjarta arinstofu með fallegu útsýni og útgengi á litlar svalir til norðvesturs er að auki að finna í húsinu.






