Ætlar að stórauka barnavernd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaráætlun í barnavernd á haustþingi ásamt tillögum að gerðum fyrir börn með fjölþættan vanda, Vísir/Arnar Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín. Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Ný framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar fyrir næstu fjögur ár var kynnt á morgunverðarfundi mennta- og barnamálaráðuneytisins í morgun. Þá voru kynntar tillögur í fjórtán liðum að aðgerðum í þjónustu við börn með fjölþættan vanda.Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra ætlar að leggja áætlunina fyrir á haustþingi en hún hefur legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda síðan í vor. „Við erum að gera ráð fyrir því að fjármagn fari frá ráðuneytinu í þessa nýju framkvæmdaráætlun en þegar kemur að málefnum barna með fjölþættan vanda þá þurfum við að ræða við sveitarfélögin því þarna er í raun um skipulagsbreytingu að ræða. Með því að taka höndum saman ríki og sveitarfélög þá getum við ekki bara bætt þjónustuna heldur líka gert hana hagkvæmari,“ segir Ásmundur. Hann segir að ríkið verði meiri þátttakandi í barnavernd verði áætlunin að veruleika. „Við værum þá að tala um að ríkisvaldið stígi fastar inn í þennan málaflokk og þar með yrði dregið úr kostnaði hjá sveitarfélögunum. Við erum núna í samtali við sveitarfélögin um þetta og ég tel að allir muni vilja leysa það því samfélagið í heild mun spara og ekki síst verður þetta betra fyrir þessi börn og það skiptir mestu máli,“ segir hann. Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlun í barnavernd.Vísir/Arnar Hlín Sæþórsdóttir sérfræðingur hjá ráðuneytinu situr í stýrihóp um framkvæmdaráætlunina . Hún segir hana fela í sér margar úrbætur, sumar meira aðkallandi en aðrar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum það sem kallast öryggismerki þar sem verklag í barnavernd væri samræmt fyrir allar barnaverndarþjónustur í landinu. Það sem við erum líka að sjá núna er að sífellt fleiri fylgdarlaus börn koma til landsins og við því þarf að bregðast fljótt og vel, segir Hlín.
Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira