Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 12:08 Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson höfðu betur gegn ítalska stjórnarflokknum Fratelli d'Italia, sem Giorgia Meloni fer fyrir, vegna óleyfilegrar notkunar flokksins á myndinni. Twitter/AP Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum. Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum.
Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira