Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 15. ágúst 2023 12:18 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Stjórnarráðið Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.” Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.”
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira