Leikmenn Club Brugge munu spila í hefðbundnu útivallartreyju félagsins en hún mun þó skarta sérstökum skilaboðum, í formi #ISaveLives og snúa þau að mikilvægi fyrstu hjálpar þegar einstaklingur fer í hjartastopp.
„Að meðaltali fara um 30 einstaklingar í hjartastopp daglega í Belgíu. Því miður lifa innan við tíu prósent ekki af. Hátt hlutfall er það ekki?“ segir í tilkynningu Club Brugge.

Samkvæmt könnunum treysti aðeins 53% einstaklinga sér til þess að beita fyrstu hjálp þegar að eitthvað sem kallar á þannig hjálp á sér stað námunda þeim.
Club Brugge hefur því tekið höndum saman með UNIBET og látið hanna snjallforrit þar sem einstaklingar geta, í átta skrefum, lært hvernig eigi að beita fyrstu hjálp og um leið kannað kunnáttu sína í þeim málum.
Nú þegar hafa yfir 10 þúsund manns nýtt sér snjallforritið
Leikur KA og Club Brugge verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefjum við leika klukkan 17:45.