Fyrrverandi kanslari ákærður fyrir meinsæri Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 11:48 Fyrri stjórn Sebastians Kurz vegna lausmælgis leiðtoga samstarfsflokksins árið 2019. Sú seinni féll þegar rannsókn hófst á meintri spillingu hans sjálfs. AP/Lisa Leutner Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, var ákærður fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsakaði hneykslismál sem felldi fyrstu ríkisstjórn hans. Fyrrverandi skrifstofustjóri Kurz er einnig ákærður í málinu. Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs. Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Saksóknarar sem rannsaka opinbera spillingu lögðu ákæruna á hendur Kurz, Bernhard Bonelli, skrifstofustjóra hans, og öðrum ónefndum einstaklingi fram í Vín í dag. Réttað verður yfir Kurz 18. október. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæran snýst um framburð Kurz um stofnun eignarhaldsfélags utan um sumar ríkiseignir og skipan í stjórn þess fyrir rannsóknarnefnd þingsins á spillingarmáli sem felldi fyrri ríkisstjórn Þjóðarflokks hans og Freslsisflokksins árið 2019. Kurz er sakaður um að hafa ekki sagt satt og rétt frá aðkomu sinni að skipan náins trúnaðarmanns hans sem yfirmanns félags sem heldur utan um ýmsar ríkiseignir. Kurz hrökklaðist úr embætti eftir að saksóknarar hófu rannsókn á honum og níu öðrum í öðru máli vegna gruns um trúnaðarbrest, spillingu og mútuþægni árið 2021. Kurz og félagar hans eru sakaðir um að hafa notað opinbera fjármuni til þess að fá götublað til þess að birta skoðanakannanir sem var hagrætt og jákvæða umfjöllun um hann til þess að hjálpa honum að ná frama í flokknum og ríkisstjórn. Ákæran kom honum ekki á óvart Á ýmsu gekk í ráðuneyti Kurz. Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi samstarfsflokksins Frelsisflokksins, sagði af sér árið 2019 eftir að myndband birtist af honum þar sem hann virtist bjóðast til þess að hagræða ríkissamningum og útskýra hvernig mætti komast í kringum lög um framlög til stjórnmálaflokka fyrir konu sem þóttist vera frænka rússnesk ólígarka á eyjunni Ibiza. Kurz, sem neitar sök, sagðist ekki hissa á að saksóknarar hefðu ákveðið að ákæra hann þrátt fyrir það sem hann lýsti sem sönnunum fyrir sakleysi hans í færslu á samfélagsmiðlinum X sem áður hét Twitter. Mein Team und ich wurden gerade von mehreren Journalisten informiert, dass die Anklage wegen mutmaßlicher Falschaussage im U-Ausschuss unmittelbar bevorsteht. Aus diesem Grund möchte ich wie folgt Stellung nehmen:(1/3)— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) August 18, 2023 Fréttirnar af ákærunni birtust á meðan Karl Nehammer, eftirmaður Kurz sem kanslari og leiðtogi Þjóðarflokksins, hélt blaðamannafund með Olaf Schulz, kanslara Þýskalands, í morgun. Nehammer sagðist fagna því að skýrleiki fengist í mál Kurz. Eftir að Kurz sagði af sér sagði hann skilið við stjórnmálin og hóf störf fyrir Thiel Capital, fjárfestingafélag þýsk-bandaríska auðkýfingsins Peters Thiel sem hefur beitt sér fyrir ýmsum jaðarhægrimálefnum vestanhafs.
Austurríki Tengdar fréttir Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43 Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23 Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Segir skilið við stjórnmálin Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin. Hinn 35 ára Kurz sagði af sér sem kanslari í október í kjölfar ásakana um spillingu. 2. desember 2021 09:43
Kanslari Austurríkis stígur til hliðar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embættinu í kjölfar mikils þrýstings um það vegna hneykslismáls sem hann og flokkur hans tengjast. 9. október 2021 19:23
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6. október 2021 21:37