Hjólastólavinir leigðu sér þyrlu til að hitta mótorhjólavini sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 21:00 Hjörtur og Guðni með félögum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum í Galtalæk í gærkvöldi. Aðsend Tveir vinir í hjólastólum, sem báðir slösuðust í sitt hvoru slysinu á mótorhjólum í byrjun sumars komu vinum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum heldur betur á óvart í gærkvöldi þegar þeir mættu á þyrlu í Galtalækjarskóg til að taka þátt í veislu klúbbsins. Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira