Yfirlýsing Greenwood: „Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 14:25 Mason Greenwood yfirgefur Manchester United Getty/Marc Atkins Mason Greenwood mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu í dag og nú hefur Greenwood sjálfur gefið út yfirlýsingu. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. „Ég vil byrja á því að segja að ég skil að fólk muni dæma mig vegna þess sem það hefur séð og heyrt á samfélagsmiðlum og ég veit að fólk mun hugsa það versta. Ég var alinn upp við að vita að ofbeldi eða misnotkun, í hvaða formi sem er, er aldrei í lagi. Ég gerði ekki þá hluti sem ég var sakaður um og í febrúar var ég hreinsaður af öllum ákærum.“ Hann hafi hins vegar gert mistök í sínu sambandi „Og ég tek fulla ábyrgð á þeim aðstæðum sem urðu til þess að færslan sem birtist á samfélagsmiðlum var sett inn.“ Hann sé að læra að skilja skyldur sínar. „Að sýna gott fordæmi sem atvinnumaður í fótbolta, og ég einbeiti mér að þeirri miklu ábyrgð að vera faðir, sem og góður maki.“ Og um ákvörðun dagsins, að hann yfirgefi Manchester United, hefur hann þetta að segja: „Ákvörðun dagsins hefur verið hluti af samvinnuferli Manchester United, fjölskyldu minnar og mín. Besta ákvörðunin fyrir okkur öll er að ég haldi áfram fótboltaferli mínum fjarri Old Trafford, þar sem nærvera mín mun ekki trufla félagið. Ég þakka félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fundið fyrir frá því að ég gekk til liðs við félagið aðeins sjö ára gamall. Það mun alltaf vera hluti af mér sem er tengdur Manchester United.“ „Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og öllum ástvinum mínum fyrir stuðninginn og það er nú mitt að endurgjalda traustið sem í kringum mig hefur sýnt. Ég ætla að verða betri knattspyrnumaður, en síðast en ekki síst vera góður faðir, betri manneskja og nýta hæfileika mína á jákvæðan hátt innan sem utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira